Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 55

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 55
207 þetta kemur fyrir hjá smokkfiskum og fleiri dýra- flokkum, eins og fyr hefir verið getið. Ef það nú aptur á móti er einhverra orsaka vegna hentugra fyrir ungana að hafa aðra lifnaðarhætti en foreldr- arnir, þá erfast tilsvarandi breytingar á því lífs- skeiði, og getur svo verið mjög frábrugðin bygg- ing og lifnaðarháttur hjá ungunum og fullorðnu dýrunum. Bjöllutegund ein, sem heitir Sitaris, skríður úr eggi inni í býflugnabúum, og hefir þá þegar 6 fætur, tvær langar fálmstengur og 4 augu;. þegar hvatflugurnar á vorin fara út, stökkva lirfurn- ar á þær og skríða síðan á kvennflugurnar meðan á æxluninni stendur. þ>egar nú kvennflugan verpir eggi sínu i hunangið, stekkur lirfan á eggið og et- ur það. Seinna breytast lirfurnar aptur, augun hverfa, fálmstengur og fætur skreppa saman, og^ nú lifa þær eingöngu á hunangi; síðan breytist skorkvikindið í þriðja sinn og verður að reglulegri bjöllu. Hjá sumum dýraflokkum sést líklega nokkurn veginn góð eptirmynd af frumdýri flolcksins með því að skoða fóstrin; svo er líklega hjá krabbadýr- unum. Lirfur þessara dýra lifa vanalega í yfirborði sjóarins og hafa allar líkan lifnaðarhátt; frumdýrið hefir því líklega verið líkt þeim. Af fóstrum spen- dýra, fugla, fiska og skriðdýra geta menn ráóið, að frumdýr hryggdýranna hafi, þegar það var fullorð- ið, haft tálkn, sundmaga, fjóra útlimi og langan hala, og eptir byggingunni hefir það þá verið iagar- dýr. Af þessu, sem hér hefir verið sagt, er það auð- séð, að fósturfræðin getur gefið margar bendingar til þess, hvernig raða skuli dýrunum í flokka, því bygging fóstranna sýnir skyldleikann innan allra höfuðdeilda dýraríkisins. Fóstrin eru daufar eptir-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.