Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 56

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 56
208 myndir frumdýra þeirra, sem flokkarnir eru komn- ir af. Ófullkomin, óþroskuð líffæri (rúdimenter orgön), sem ekki sýnast vera til neins gagns, eru mjög al- geng í dýraríkinu ; karldýr af spendýraflokki hafa ávallt ófu’.lkomna spena (geirvörtur); hjá höggormum er annað lungnablaðið óþroskað; hjá sumum fuglum eru vængirnir ófullkomnir, svo ekki er hægt að nota þá til flugs; hvalafóstrin eru tennt, en full- orðnu dýrin tannlaus með skíðum; kálfarnir hafa framtennur x efra skolti meðan þeir eru í móður- kviði, en þær komast aldrei út um tannholdið o. s. frv. Einstaka sinnum kemur það fyrir, að þess konar ófullkomin líffæri hafa einhvern lítilfjörlegan ^verknað á hendi; það er mögulegleiki, sem kemur fram við einstök tækifæri; hjá kúm eru opt tveir aukaspenar á júfrinu, og það kemur fyrir, að það má mjólka þá ; það sést hjá ýmsum plöntum, að sumir hlutar blómsins stundum eru ófullkomnir, stundum ekki. Lirfur vatnssalamöndrunnar hafa tálkn og lifa í vatni, og eins hafa lirfur annarar salamöndrutegundar (Salamandra atra) líka tálkn, en koma þó aldrei í vatn, en lifa hátt uppi í fjöllum. f>ar tekst upp útlit og ástand frumdýrsins, án þess þessi tegund hafi nokkurt gagn af slíkum líffærum. Stundum getur líffæri verið óþroskað í sína upp- runalegu verknaðarstefnu, en er notað til annars; sundmaginn í sumum fiskum er t. d. orðinn ófull- kominn, og er orðinn að nokkurs konar lunga eða ófullkomnu öndunarfæri. fessi ófullkomnu líffæri geta ekki verið komin fram af úrvali náttúrunnar, sökum þess þau eru ekki nytsöm fyrir tegundina, en þau hafa haldizt í erf'ðum frá einhverri frumteg- und, þar sem þau voru nauðsynleg. f>að er ekki allt af gott að greina í sundur, hvort slík ófullkom-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.