Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 57

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 57
209 in líffæri eru apturför eða þau eru byrjun í mynd- un á nýju líffæri. Vængjabæxlin á mörgæsunum eru líklega vængir í apturför, en eru þó mjög gagn- legir fuglunum í aðra stefnu, til þess að róa sig á- fram i vatninu; aptur eru vængirnir á kiwi-fuglinum (apteryx) alveg gagnslausir. Ofullkomin líffæri eru opt mjög breytileg og hverfa þá stundum alveg; eins og fyr var sagt, koma slík líffæri stundum fram á fóstrunum, t. d. á hvölum og jórturdýrum, en hverfa svo alveg; eins eru þau optast tiltölulega stærri i fósturlífinu en á fullorðnum, þó þau haldist allt lífið. þ>að eru öll líkindi til, að líffæri þessi séu orðin svo ófullkomin (rudimenter), af því þau ekki hafa verið brúkuð ; þessi apturför er hæg og síg- andi, þangað til liffærið verður ekki notað til þess, sem það var upprunalega ætlað til; þannig verða augun smátt og smátt ónýtari á dýrum, sem venjast við myrkur i hellrum, og loks verða dýrin blind ; fuglar á fjarlægum eyjum hætta að fljúga, af því engir ránfuglar eða rándýr ásækja þá, og loks verða þeir ófleygir. J>ó nú líffærin séu orðin ónýt, þá ganga þau samt í erfðir til eptirkomendanna frá einni kynkvísl til annarar; þess vegna er það eðli- legt, að þau eru stærst hjá fóstrinu, því það geymir form líffærisins á eizta stigi, eins og það var á frumdýrunum, sem notuðu það. Loksins yfirvinnur sparnaður náttúrunnar alveg erfðalögmálið, svo þessi gagnslausi partur hverfur; sú næring, sem til hans gekk, er nú notuð til einhvers gagnlegra. Af því sem hér hefir v^rið sagt, er auðséð, að hin ónýtu líffæri eru mjög gömul, og hafa gengið í erfðir um langan aldur, og þau gefa því stundum þýðingar- miklar bendingar til þess, hvemig raða skal niður tegundunum. Tímarit hins íslenzlca Bókmenntafjelags. X. 14

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.