Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 58

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 58
210 Af öllu því, sem sagt hefir verið í þessum kafla hér á undan, er það auðséð, að menn geta ekki skiljanlega gert sér grein fyrir fræðikerfi náttúrunn- ar, nema með því að hugsa um það ætternisband, er tengir saman allar lifandi verur; það er hinn náttúrlegi skyldleiki, sem einn getur skýrt fyrir manni svo ótal margt, sem menn á engan annan hátt geta gert sér eðlilega hugmynd um. 11. Niðurlag. Hér að framan höfum vér talið upp allar aðalsannanir, sem Darwin færir fyrir máli sínu í bókinni „Origin of species“, og höfum vér sett hér aðalefnið úr hverjum kafla bókarinnar, með sömu niðurskipun, sem þar er höfð. Mergur máls- ins er, að tegundirnar hafa ekki verið skapaðar hver fyrir sig, heldur hefir öll fjölbreyttnin í dýra- og jurtaríkinu myndazt smátt og smátt á geysi- löngum tíma. Smáar breytingar, sem tegundirnar verða fyrir, safnast saman og festast af erfðalög- málinu, af því náttúran velur úr það, sem hentug- ast er, svo nýjar tegundir myndast i nákvæmu sam- bandi og samræmi við náttúruna í kring ; en hið eilífa stríð milli allra lifandi hluta er frömuður fram- faranna. Vér höfum hér að framan séð, hve marg- brotin hlutföll náttúrulifsins eru, og þó sjáum vér, að þessi kenningum úrval náttúrunnar fræðir menn um margt hið flóknasta, og sendir skímu inn í flest hin dimmustu skúmaskot náttúrunnar. Hvað sem öllu líður, þá hefir ekki enn þá komið fram nein önnur jafneinföld og hugsunar-rétt skoðun um sam- bandið milli dýra og jurta og um uppruna tegund- anna, og ef menn annars vilja hugsa um þessa hluti á vísindalegan hátt, þá þekkja menn, enn sem kom- ið er, enga aðra braut til sannleikans en þessa; lík- legt er þó, að skoðanirnar um einstök atriði breyt- ist við nánari rannsókn; en úrvalskenningin sannar

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.