Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 60

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 60
212 um þeim, sem tímgun og erfðir fylgja og óteljandi öðrum hlutum. Darwin og Herbert Spencer hafa sýnt fram á þau allsherjarlög framsóknarinnar, sem öll náttúran og mannlífið fylgir, og vér höfum ekki enn séð fyrir endann á þeirri miklu hreyfingu, sem þaðan er sprottin. Framsóknarkenningin (evolutions-kenning- in) er reyndar mjög gömul; grísku heimspekingarnir létu í Ijósi svipaðar hugmyndir fyrir meir en 2000 árum; en skoðanir hinna fornu spekinga studdust ekki við neinar rannsóknir; þess vegna voru kenn- ingar þeirra bældar niður og lágu í dái, þangað til Herbert Spencer vekur þær upp aptur, en Darwin smíðar vopnin til að verja þær; Darwin spyr nátt- úruna sjálfa og lætur hana svara, og hefði hann ekki með hinni mestu þolinmæði gert óteijandi rann- sóknir og tilraunir, hefðu heimspekingarnir aldrei unnið náttúrufræðingana á sitt mál. „Framsóknar- kenningin var útlæg gjör og gleymd‘‘, segir Huxley, „en nú er hún risin upp sem kóngssonur úr álögum; hver, sem skilur tímanna tákn, hann verður að játa, að þetta er hinn merkilegasti viðburður, sem orðið hefir á nítjándu öldinni“. Framsóknarkenningin hefir nú áseinustu árum gagntekið öll vísindi, svo engin fræðigrein getur þróast án hennar, allar greinir mannlegrar þekkingar hafa þaðan fengið það frjóvg- unarafl, sem þær ávallt munu búa að; verkamennirnir vita nú, að þeir eru ekki að hrúga steinum einhvem veginn saman ; þeir sjá, að þeir eru að reisa veg- lega byggingu, sem nær til himins. Darwin endar bók sína um uppruna tegundanna hér um bil á þessa leið: „f>að er fagurt að líta yfir skógi vaxna brekku, sem er þakin blómum af ýmsu tagi; fuglarnir syngja í runnunum, flugurnar suða í loptinu og orm-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.