Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Qupperneq 70
222
hefur það þó verið, sem báðar bækurnar höfðu eins,
og á það benda orð Ara í formálanum : „pá
skrifapa ek pessa (o : hina ingri bók) of et sarna
farmí.
Ari segir í formálanum, að hann hafi slept ætt-
artölu og konunga æfi í síðari bókinni, af því að
biskupunum og Sæmundi presti „líkaði svá at
hafaíí. Ekki segir hann, hvers vegna þeir rjeðu
honum til að sleppa þessum köflum, enn vafalaust
hefur orsökin verið sú, að þeim hafa þótt þeir hverfa
of langt frá því, sem var mark og mið bókarinnar,
enn það var að gefa ifirlit ifir helstu viðburði i
sögu íslands. síðan landið bigðist. ,.Konunga æfin“
var þessu efni að mestu leiti óviðkomandi, og hafi
henni verið dreift innan um bókina hingað og þang-
að, eins og jeg áður hef leitt líkur að, þá hefir hún
víða slitið í sundur meginþráð bókarinnar. Og það
sem til ættartölunnar kemur, þá hafa biskuparnir
eflaust verið á þeirri skoðun, að höfundurinn ætti í
þessu stutta söguágripi að leggja meiri stund á að
skira frá sögulegum viðburðum enn frá ættum
manna. Að svo hafi verið, á það bendir meðferð
Ara á þeim fjórum ættartölum, sem hann hefur gert
ágrip af og haldið í ingri bókinni og áður vóru til-
færðar. í eldri bókinni liggur höfuðáherslan á ætt-
artölunni, enn þess er að eins getið sem aukaatrið-
is, hvar hver landnámsmaður hafi sest að. í ingri
bókinni eru ættliðirnir ekki raktir, enn höfuðáhersl-
an er lögð á hinn sögulega viðburð, hvar land-
námsmaðurinn settist að, og þess er jafnframt get-
ið, hvaðan landnámsmaðurinn var upprunninn, sem
gat haft mika sögulega þíðingu.
Samt sem áður hefur það fráleitt verið tilætlun
biskupanna og Sæmundar, að Ari skildi sökkva
þessum tveimur köflum, ættartölu og konunga æfi,