Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Qupperneq 71
223
í hið djúpa haf gleimskunnar. f>eir hafa eflaust
haft of miklar mætur á sagnafróðleik til þess, að
þeim gæti dottið slíkt í hug. Enn þeir hafa án efa
leitt höfundinum firir sjónir, að hvor þessara kafla
um sig væri nægilegt efni 1 sjerstaka bók, annar í
sögu íslenskra landnáma, enn hinn í Noregskon-
unga sögu, og hvatt hann til að semja slíkar
bækur.
Enn ef vjer höfum þetta firir satt, hefur þá Ari
filgt ráðum biskupanna og Sæmundar í þessu efni?
Hefur hann skrifað sjerstaka Noregskonunga sögu?
Hefur hann skrifað sjerstaka Landnámabók?
f>að er sannfæring mín, að báðum þessum
spurningum verði að svara játandi. Að því er hið
firra atriði snertir, skal jeg taka það fram, að Norð-
maðurinn A. Gjessing, sem hefur skrifað manna
best um það mál, hefur fært fram sterkar líkur
firir því, að Ari hafi skrifað sjerstaka Noregskon-
unga sögu1. Jeg mun því ekki fjölirða um það, enn
snúa mjer að hinni spurningunni: Hefur Ari skrifað
sjerstaka Landnámabók ?
Eitt af hinum merkustu I.andnámuhandritum, sem
enn eru til, er handrit það, sem Haukr lögmaður
Erlendsson skrifaði eða ljet skrifa, og nefnist Hauks-
bók. í niðurlagi þessarar bókar fer Haukr lög-
maður svofeldum orðum um rit þau, sem hann hafði
firir sjer og skrifaði eftir: „Nú er yfirfarit um
landnám fau, er verit hafa á Islandi, eftir pví sem
fróðir menn hafa skrifat, fyrst Ari prestr hinn fróði
porgilsson ok Kolskeggr hinn vitri. En pessa bók
ritaða [ek] Haukr Erlendsson eflir peirri bók, sem
1) A. trjessing, Kongesagaens fremvækst I.—II., Chria 1873
—1876. Sami: „Egilssagas forhold til kongesagaen11 í Arkiv for
nord. filol. II. 289. bls.