Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Qupperneq 73
225
rit höfðu bæði eins. far sem nú handritin vóru
svo mismunandi, þá er ólíklegt, að annað þeirra
hafi verið afskrift af hinu. þ>eir Styrmir og Sturla
hljóta því að hafa haft firir sjer eitt sameiginlegt
frumrit, sem þeir tóku úr þann „mikla þorra“, sem
var sameiginlegur firir báðar bækurnar, og hefur
það hlotið að vera miklu efnisríkara enn líklegt er,
að „ættartala“ Ara hafi verið. "þetta frumrit eign-
ar Haukr með berum orðum Ara og Kolskeggi. í
annan stað er það aðgæsluvert við skoðun Maurers,
að vjer vitum ekki til, að Kolskeggr hafi átt neinn
þátt í ættartölu íslendingabókar hinnar eldri; af
orðum Ara sjálfs er það Ijóst, að hann taldi sig
höfund þessarar ættartölu, eins og allrar eldri bók-
arinnar. Ef nú þessi „ættartala“ hefur verið hinn
firsti grundvöllur Landnámu vorrar, hvers vegna
eignar þá Haukr Kolskeggi nokkurn þátt í henni?
Menn verða þá að íminda sjer, að Haukr eigi við
sjerstakt rit eftir Kolskegg, sem ekki hafi staðið í
neinu sambandi við hina eldri íslendingabók. Enn
slíkt rit vitum vjer annars ekki til, að Kolskeggr
hafi samið.
Hinn tilfærða stað úr Hauksbók verður að skoða
í sambandi við annan stað í Landnámu. þ>ar segir
svo1: Núhefir Kolskeggr fyrir sagt héðan frá um
landnám. þ'essi grein stendur í landnámssögu Aust-
firðingafjórðungs, og á eptir henni segir first frá
landnámsmanni J>órði kleggja, sem nam Húsavík
á Austfjörðum (1 Norðurmúlasíslu), og síðan heldur
sagan áfram suður á bóginn, þangað til komið er
á fjórðungamót (Jökulsá á Sólheimasandi). Hin um-
ræddu orð ber því eflaust að skilja svo, að Kol-
1) Landn. 4. p. 4. k. ísl. s. Khöfn 1843, I, 249. bls.
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. X. 15