Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 79

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 79
231 því enginn vitað betur enn hann um þennan land- námsmann. Samband þessa heimildarmans við Ara og sá siður Ara, sem vjer þekkjum úr Islendinga- bók, að geta um heimildir sínar á þennan hátt, er nægileg sönnun firir því, að Ari hafi fært þennan kafla í letur. Allir, sem nokkuð hafa hugsað um þennan stað, hafa líka verið samdóma um, að Ari sje höfundurinn1, enn enginn virðist hafa tekið eftir því, hverja þíðingu hann hefur firir spurninguna um það, hvort Ari hafi samið sjerstaka Landnámu. Engum getur heldur blandast hugur um það, að kaflinn úr Sturlungu og kaflinn úr Landnámu eru í raun og veru eitt og hið sama. þ>eir segja báðir frá hinu sama svo aðsegja með sömu orðum, og mismunurinn er mjög svo óverulegur2. Að öllu samtöldu virðist Sturlungutextinn upphaflegri. f>ann- ig sleppir Landnáma hinni merkilegu grein : Svá segir Teitr, sem vafalaust er upphafleg. Sömuleiðis er liklegt vegna timatals, að Æsa, móðir Ketil- bjarnar, hafi heldur verið sistir Hákonar Hlaðajarls Grjótgarðssonar enn dóttir hans3. Enn fremur eig- um vjer Sturlungu að þakka hina merkilegu grein um, að Oxará hafi verið veitt í Almannagjá, sem hefur reinst rjett og sönn í alla staði við fornfræða- 1) T. d. Guftbr. Vigfússon, Sturl. Oxf. 1878, I, XXX.111, og CLXIII. bls. Oscar Brenner, Kristni saga 181.—133. bls. 2) Eitt Landnámu handrit (Á.M. 111 fol. á pappír) er svo að segja alveg samhljóða Sturl. i ölium mismunargreinum, enn á það legg jeg enga áherslu, því að þetta handrit virðist hafa haft firir sjer Sturlungu. 3) Sbr. (iuðbr. Vigfússon i Safni til sögu íslands I. 292. bls. I Fms. II„ 210. bls. er Æsa kölluð dóttir Hálconar, enn þar liefur höf. eflaust haft firir sjer lika Landnámu þeirri, sem vjer nú höfum.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.