Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 80
232
rannsóknir Sigurðar Vigfússonar*. I.ika ber öllfrá-
sögnin um ferðalag þeirra Ketilbjarnar eðlilegri og
frumlegri blæ í Sturlungu enn i Landnámu, Enn
einna merkilegast af öllu er þó það, að tvö orða-
tiltæki Sturlungu finnast orðrjett í íslendinga-
bók Ara hinni ingri , þar sem talað er um
Ketilbjörn. það eru orðin : „Ketilbjörn Ketilsson,
maðr norœnn^, og : Frá Ketilbirni (ok Helgu) eru
Mosfellingar komniH. A báðum þessum stöðum
kemst Landnáma nú öðruvisi að orði, enn íslend-
ingabók sínir, að Sturlungutextinn er hjer óbreittur
og upphaflegur, eins og hann var hjá Ara. Að
sumu leiti er Landnámutextinn greinilegri enn Sturl-
unga ; þar.nig segir Landnáma, að Ketilbjörn hafi
verið úr Naumudal og að hann hafi haft skipið
Elliða og lent í Elliðaárós, og getur verið, að þetta
hafi staðið í frumriti Ara, enn sje slept úr í Sturl-
ungu.
þ>að virðist þannig vera fullsannað, svo að ekki
verður á móti haft. að Sturlunga hafi hjer geimt
það frumrit Ara, sem er grundvöllurinn undir Land-
námu vorri, það hið sama, sem Hauksbók segir, að
þeir Sturla og Styrmir hafi haft firir sjer, þegar
þeir skrifuðu Landnámur sínar, eða annað því líkt.
þ>ó að kaflinn sje lítill, sinir hann, að frásögnin um
landnámsmennina í þessu frumriti Ara hefur verið
mjög greinileg og nákvæm og hefur að öllu sam-
töldu ekki staðið á baki Landnámu vorri, að því
er þetta snertir. Að svo nákvæm frásögn hafi
staðið í „áttartölu“ íslendingabókar hinnar eldri, er
mjög ólíklegt; ef svo hefði verið, þá væri nafnið
„áttartala41 rangnefni. Enn hjer tekur það líka af
öll tvímæli, að vjer höfum enn ættartölu Ketil-
1) Arbók fornleifafjelagsins 1880 — 1881 á 22.—23. bls.