Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 81

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 81
233 bjarnar, eins og hún var í ættartölu hinnar eldri Islendingabókar, og er engin ástæða til að ætla.að þar hafi verið nokkuð .annað eða meira um Ketil- björn enn þessi magra ættartala. þ>að er því ljóst, að ættartala íslendingabókar hinnar eldri er hjer ekki, og hefur sjálfsagt hvergi verið frumrit þeirrar Landnámu, sem vjer nú höfum, og að grein sú eftir Ara, sem geimst hefur í Sturlungu, hefur staðið í sjerstöku riti um landnám á íslandi, sem Ari hefur skrifað, og að þetta rit er hið sama, sem Haukr segir að Sturla f»órðarson og Styrmir hafi samið Landnámur sínar eftir. K. Maurer hefur sannað það með mikilli skarp- skigni og lærdómi, að það, sem Landnámuhandritin Hauksbók ogf Melabók hin ingri, svo og þ>órðar s. hreðu og þ>orsteins þáttur uxafóts segja um Ulfljóts lög og fjórðungaskipun, sje runnið úr riti eftir Ara fróða1. Enn þar sem hann heldur, að þetta rit hafi verið íslendingabók hin eldri. get jeg ekki verið honum samdóma. Hið firsta frumrit Landnámu- handrita vorra—þar á meðal Hauksbókar og Mela- bókar—hefur ekki verið íslendingabók Ara, heldur Landnáma hans. Greinin um Ketilbjörn í Sturlungu sínir oss, að i Arhefur í Landnámu sinni filgt þeim góða sið sín- um, sem líka kemur fram í íslendingabók, að til- greina sögumenn sína, enn þeir, sem síðar hafa fjallað um verk hans, hafa slept þessu úr, eins og Landnáma gerir á þessum stað, að því er Teit snertir. J>að er furða, hve sjaldan Landnáma sú, 1) K. Maurer: Die Quellenzeugnisse iiber das erste Land- recbt und iiber die Ordnung der Bezirksverfassung des is- landischen Freístaates (Abhandlungen der k. bayer. Akademie der \V. 1. Cl. XII. B. I. Abth.). Miinchen 1869.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.