Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Qupperneq 82
234
sem vjer nú höfum, getur um sögumenn, og er það
mikið mein. J>ó kemur það firir á einstaka stað.
f>annig ber hún Sæmund fróða firir því, sem hún
segir um Naddoð víking, og þorkel Gellisson föö-
urbróður Ara firir því, sem sagt er um veru Ara
Mássonar á Hvítramannalandi1. Báðir þessir menn
Sæmundr og þ>orkell eru taldir sem einhverjir hinir
helstu heimildarmenn Ara í íslendingabók, og get-
því enginn efi á þvi leikið, að bæði frásagan um
Naddoð og um Ara Másson er komin frá Ara fróða,
og hefur staðið í I.andnámu hans. í íslendinga-
bók hinni eldri hefur eflaust hvorugt þetta staðið.
Ekki get jeg heldur skoðað greinina um Kolskegg
í Landn. 4. p. 4. k. (ísl. s. Khöfn 1843, I, 249. bls.),
sem áður var á vikið (Nú hefir Kolskeggr fyrir sagt
liéðan frá um landnám), öðruvísi enn sem eina af
þessum vanalegu tilvitnunum Ara, sem óvart hefur
fengið að standa hjá þeim, sem síðar breittu riti
hans; hún ber alveg sama blæ eins og aðrar slíkar
tilvitnanir hans, og merkilegt er, að á þessum eina
stað i Landnámu er Kolskeggr ekki kallaður nema
tómur Kolskeggr, enn annars Kolskeggr hinn fróði
eða Kolskeggr hinn vitri2. J>að virðist benda til,
að þessi grein sje skrifuð, meðan Kolskeggr var á
lífi, áður enn menn fóru að kalla hann „hinn fróða“
eða „hinn vitra“. Líklegast þikir mjer, að Kol-
skeggs sje hjer að eins getið sem munnlegrar heim-
ildar Ara, og að hann hafi ekki skrifað neitt, og
sje það, sem Haukr lögmaðr segir um Kolskegg,
1) Landn. 1. p. 1. k. og 2. p. 22. k. (ísl. s. Khöfn 1843, I,
27. og 130. bls ). Af handritunum sleppir Hauksbók tilvitnun-
inni til Sæmundar.
2) Landn. 4. p. 3. og 9. k„ 5. p. 15. k. (ísl. s. Khöfn 1843,
1, 245., 261.—262. bls. og 320. bls.).