Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Blaðsíða 86
ólfs að vestan, þá stendur first f einu aðalhandritinu
þessi grein: Nú eru taldir peir menn, er búit hafa
í landndmi Ingólfs vestur frá honum f>essari
grein sleppir Hauksbók og náttúrlega Melabók,
sem ekki slítur í sundur frásögnina um landnám
Ingólfs.
Af öllu þessu virðist ljóst, að Landnáma Ara
hefur birjað á Sunnlendingafjórðungi austur við Jök-
ulsá á Sólheimasandi, eins og skinnbrot Melabókar
hinnar eldri, og sagt síðan frá landnámunum vestur
eftir í rjettri röð sólarsinnis í kring um alt land.
Kaflanum um fund landsins hefur hún líklega skot-
ið inn í miðja frásögnina um Sunnlendingafjórðung,
þegar kom að Ingólfi. J>ar bauðst gott og eðlilegt
tilefni til að segja frá því. Að þessi kafli hafi stað-
ið í frumriti Ara, sjest á tilvitnuninni til Sæmundar,
er fir var getið.
Hvenær hefurAri skrifað I.andnámu ? Jeg hef
áður tekið það fram, að ráðlegging biskupanna og
Sæmundar til Ara, að sleppa ættartölu og konunga
æfi úr íslendingabók hinni eldri, væri lítt skiljanleg,
ef þeir hefðu ekki um leið hvatt hann til að skrifa
sjerstök rit um landnám og sögu Noregskonunga.
J>etta virðist því benda til, að Landnáma (og kon-
unga æfi) Ara sje ingri enn íslendingabók hin eldri.
f>etta stirkist einnig við það, sem jeg hef áður sínt,
að kaflinn um Ketilbjörn úr Landnámu Ara, sem
geimst hefur í Sturlungu, hefur sum orð alveg eins
og íslendingabók hin ivgri, og sfnir þannig skild-
leika við hana enn ekki við eldri bókina. Orðin:
„Ketilbjörn Ketilsson, maðr nórœnn, bygði suðr at
Mosfelli enu efra ; paðan eru Mosfellingar komniN
í íslendingab. 2. k. virðast í rauninni ekki vera
1) Landn. 1. p. 14. k. (Isl. s. 1843, I, 47. bls.).