Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 91

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 91
243 og hefla af þeim vindinguna og ójöfnurnar, þangað til þeir félli saman og yrði að einum samfestum líkama, og hvað væri þá ekki unnið með þessu ? þér segið máské að það mundi ekki fara alltént svona. Eg svara, og segi það að vísu mundu að líkindum, en það væri þó gott, og miklu betra enn ekki, að það yrði opt. Hvað okkur tvo áhrærir í tílliti til þessa málefnis, þá er það engan veginn ætlun mín að bera mig að koma yður á mitt mál, því eg á víst að yðar meining sé betur grundvölluð en svo, enda ætla eg, að hvorugum okkar mundi verða stórt ágengt bréflega, en ef hamingjan væri okkr, eða réttara sagt mér, svo góð, að við næðum að tala munnlega, mundi án efa mikið gánga saman með okkur. En þar þér hafið lagt fyrir mig nokkrar spurn- ingar þessu efni viðvíkjandi — þótt þér líklega eigi hafið gert það til þess eg skyldi svara þeim nema með sjálf- um mér — leyfi eg mér að fara enn nokkrum orðum um þetta efni, í því trausti að þér sýnið mér nú meira enn almennilegt umburðarlyndi. Eg leitast þá við að svara fyrst uppá yðar hável- borinheita seinustu spurningu : »Er ei íhugunarvert, hvort Provindsialstönd í constitutionel þýðingu geti staðið undir einvaldsstjórn ?» Hér þarf fyrst að ákveða hvað einvaldsstjórn sé og þarnæst hvað »constitutionel» sé, svo að þaraf megi á- lykta, hvort þessi tvö hugargrip geti samþýðst. Eg held að einvaldsstjórnarinnar einkenni og aðaleðli sé, að kon- ungur megi einn öllu ráða í landstjórnar efnum og sé ekki skyldr að gera þjóðinni reikning fyrir sinni ráðs- mensku, en þetta hugargrip útheimtir enganveginn, Jað konungr ekki sé bundinn við neinar skyldr, eða við ann- ara rétt í sínum gjörðum, því þá væri það týrannaskapr. Hann er bundin við siðferðislögin, við skynsemdarlögin og við borgaralégu lögin; það eina skilr hann og aðra, að hann á engan jarðneskan dómara, er hafi rétt til að snúa laganna boðum uppá hann. Guðdómrinn sjálfr er 16*

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.