Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 97

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 97
ÍM9 Setjum nú að allir væru á einu máli á einu landþingi, hvernig gæti það skeð ? með því að allir samsintu strax það sem sá fyrsti segði, hvört það væri samkvæmt hans egin meining eða ekki. En væri það þá gott ? nei langt frá, þá yrði engin hlutr skoðaðr nema frá einni síðu. »Ef maðr hefði ekki Opposition, yrði maðr að skapa hana». þér spyrjið, hvör egi að halda lítið upplýstum og máské óróafullum flokki í taumi ? eg svara : ef slíkr er fyrir hendi, þá ætla eg það upplýstu Talenti, hvar sem það er að finna. Bn eg fyrir mitt leyti sé ekki að hætt væri við slíkum óróaflokki á landþinginu á Islandi. Eg set að landþingið hefði 30 Eepræsentanta, óróamenn yrðu þar ekki fleiri enn 10 í allra mesta lagi, líklegast ekki fleiri enn 1 eða 2, því þó skynsamir bændr yrðu valdir, mundu þeir ekki reynast óróasamir, ef þeir færu rjett að sem ættu að gefa gott eptirdæmi. Að þeir oppóneruðu, kalla eg ekki óróa, heldr hitt að heimta með oddi og eggju og ósóma og hávaða óskynsamlega og óleyfilega hluti. Ætíð yrði stór Majoritet af skynsömum og sómasamlegum mönnum, sem með sínum fortölum, ástæðum og votis stýrði hinum. f>ér spyrjið : Mun Island hafa hagnað eða byrði af hluttekning í Provindsialstöiidunum nær fram á líðr ? Eg svara : eigi Islendingar að taka þátt í landþinginu í Dan- mörku, þá held eg byrðin verði miklu meiri enn hagnaðr- inn ; bæði verðr þá allt kostnaðarsamara og líka ekki ó- líklegt, að Island misti eitthvað af sínum privilegiis við áfergi Dana á slíkum þingum. Og það sem verst væri, þessi stiptun hefði þá alls enga verkun á þjóðarandann nema illa eina. En ef landþingið verðr haldið á Islandi, þá þykja mér margar líkur til þess að hagnaðrinn yrði meiri enn byrðin, allrahelst ef menn vildu fylgja mínu ráði, og gefa ekki meira kaup enn eg hefi tiltekið, þá yrði kostnaðrinn allþolanlegr; Island þyrfti þá ekki að óttast fyrir að missa neitt af sinum réttindum, en þjóðarandinn fengi án efa nýtt líf; hjá því gæti ekki farið, Mér þætti og ekki ólíklegt að flokkadrættir lægðust meira en espuð-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.