Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 5

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 5
slíkt sem þetta, og vitum vjer þó fyrir víst, að þeim er það full- kunnugt, að minnsta kosti sumum hverjum. Viðlíka skortur á sjálfstæði, einurð og drengskap kemur og eigi allsjaldan fram við umræðurnar á alþingi. Það vantar ekki, að menn sjeu nógu frakkir í því, að dangla á stjórninni, og ausi á hana hrakyrðum, bæði fyrir það, sem henni er að kenna og ekki að kenna -— af því stjórnin er nógu langt i burtu og aldrei heyrir, hvað menn segja. En eigi landshöfðingi eða aðrir nær- staddir embættismenn í hlut, þá vill nú stundum koma annað hljóð í strokkinn. Þá leggja menn optast niður rófuna og verða annaðhvort klumsa eða gera sjer tæpitungu og fara í kringum efnið eins og köttur í kringum heitt soð. Maður getur nú skilið í þessu um embættismennina, en erhðara er að skilja, hvað bænd- um gengur til. Og þó er það sannast að sega, að einmitt hjá sumum þeirra kveður hvað mest að þessum heigulskap og ein- urðarleysi. Þó oss væri skapi næst, að minnast á margt fleira athugavert i fari bæði þingmanna og embættismanna — og nóg sje til —, þá ætlum vjer þó að láta hjer staðar numið að sinni, enda stendur það ekki oss næst að gagnrýna alþingi opinberlega. Vjer höfum aðeins viljað benda á, að þörf væri á að gera það, því ef hættu- leg átumein fá að grafa um sig óátalin hjá beztu mönnum þjóð- arinnar — og menn verða að ætla, ^ð ekki sje valið af verri end- anum, þegar verið er að kjósa sjer löggjafa —, þá er öilu þjóð- fjelaginu stofnað í voða. Ef svo fer um hið græna trjeð, hvernig mun þá fara um hinn feyskna stofn. V. G. Fuglaveiðar í Vestmannaeyjum. Eptir porstein lækni Jónsson. Það eru að eins þrenns konar fuglar, sem hjer eru veiddir að mun: lundi, fýll eða fýlungi og svartfugl. Pað sem nefnt er einu nafni svart- fugl eru að vísu 3 tegundir: langvia, álka og stuttnefja, en það er að eins langvían og langviuveiðin, sem nokkuð hefur kveðið að. Auk þess- ara fugla verpa hjer nokkrar aðrar fnglategundir, svo sem ryta, teista, skrofa, 2 tegundir af drúða eða sjósvölu, nokkrar veiðibjöllur og máfar og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.