Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 10

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 10
hefurðu strítt í stormi og logni staddur innst í gamla Sogni, hömrum luktur hrikageims? Fyrnist þjer hún »faðirvor«, fáðu þjer í Sogni leiði, heyr þar duna dómsins reiði, Drottins orð, sem þrýsti, neyði blindum inn á bænar-spor! Ofsafullur Ægis son hefur föður heiptir hlotið, hamast svo og landið brotið, byggt sjer Kains skúmaskotið, sjálfur laus við líkn og von. Betur hverjum helgihal kennir þó að þú sjert sekur, þinna brota vefinn rekur, þínar barndóms bænir vekur, .sem úr hug þjer syndin stal. Engum herra hlýðir Sogn, óðar’ en í bjargi bylur báran rís og karlinn skilur, sjálfur opt hann sverðið hylur sveipað inn í dúnalogn. Þá hans svörtu síga brýr, dregur fyrir skorir skugga, skýin alla byrgja glugga, bárur þeyta froðu-frugga, orgar tröll og um sjer snýr. Lengi vel brauzt hann í að yrkja stórfeldar drápur, er fáir skildu, og varla hann sjálfur, en með aldrinum varð hann hinn mesti snillingur og nálega hvert kvæði hans meistaraverk. Hann var þjóðvinur og manuvinur hinn mesti, allra manna veglyndastur og háfleygastur, en ofsamaður í skapi, og þoldi hvorki kúgun nokkra nje ranglæti. Hann var glæsimaður rnikill, og dó sem ástgoði alls Noregs. Hann dó varla miðaldra, eptir löng veikindi, og kvað daglega fögur ljóð fram að andláti sínu. Um hann má segja: tDeyj- andi munnur orti dö« o, s. frv. M. J.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.