Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 21

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 21
i8i kennarafrúin kom til að baða sig. Gunnhildur fylgdi henni inn með sama vinabrosinu og hæverskusvipnum og vant var. Og þeg- ar frúin var komin ofan í baðkerið, fór Gunnhildur að strjúka hörund hennar. »Nú — nú Gunnhildur góð, þú — þú strýkur svo fast.« —• »Fast?« — »Já, mjer svíður svo skelfing.« — »Jeg sem kem varla við yður.« — »Þetta — þetta er ljóta plágan. En hvað mig tek- ur í bakið — æ —• æ! jeg ætla öll að brenna.« — »Það er mjer óskiljanlegt.« — »Það hlýtur að vera eitthvað í burstanum.« — »Nei, hver dje —« — »Hvað er það Gunnhildur?« — »Ekki nema marglittutægjur í burstanum, frú mín góð, langar tægjur. Það er óskiljanlegt, hvernig þær hafa getað komizt í hann.« ■—• »En þær kvalir í bakinu á mjer, æ, æ!« — »Já, nú er bakið á frúnni orðið eins rautt eins og á honum Lauga mínum í gær, þegar yíirkenn- arinn var nærri búinn að berja úr honum líftóruna.« Frúin leit á hana með prófandi augnaráði, eins og hún vildi skyggnast eptir, hvað henni byggi í brjósti; en Gunnhildur stóð þar með sama vinabrosinu og hæverskusvipnum eins og vant var. »Vill frúin láta lemja sig dálítið með hríslu?« — »Já, þakba yður fyrir. Svo Laugi litli var barinn í gær.« Gunnhildur þreif hríslu og tók að lemja frúna. »Barinn? Já, það er nú víst engin nýlunda fyrir hann.« Gunnhildur ljet hrísluna ganga og dró nú ekki af. »Æ —■ æ! Hann er sjálfsagt óþekkur.« Gunnhildur herti enn betur á. »Hann óþekkur, greyskinnið! Nei, en yfirkennarinn elur það upp í hinum piltunum með því að vera á þeirra bandi, að hæðast að honum og kalla hann Gunnhildarson.« — »rað •— æ — æ, — getur ekki verið satt.« — »Satt! Jú, því miður, og svo lúber hann barnið svo afskaplega, að mann hryllir að hugsa til þess.« Gunnhildur ljet hrísluna ganga bæði ótt og títt og enn fast- ara enn áður. »Hvað er þetta, Gunnhildur! jeg held þú ætlir alveg að klára mig.« — »Jeg bið yður afsökunar, frú min góð, jeg var dálítið utan við mig. Nú skal jeg sækja baðleðjuna.« — »Og láttu ekki steypibaðið vera of kalt, um 20 stig.« ■— »Já, frú mín góð.« Gunnhildur kom aptur með baðleðjuna. »Gunnhildur, Gunnhildur, þú ætlar að steikja mig lifandi. Baðleðjan er alveg sjóðandi. Kondu með steypibaðið.«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.