Eimreiðin - 01.09.1896, Page 43
203
leiða syo með sköpunarmagni anda sins hin eptirþráðu snildarverk í skild-
skapnum, sem hafa haft svo ómetanlega þýðingu fyrir bókmenntir og
þjóðlíf hinnar þýzku þjóðar og jafnframt fyrir andlegt líf og bókmenntir
annara þjóða.
I.
Johann Wolfgang Goethe er fæddur 28. ágústm. í Frankfurt arn
Main1. Faðir hans var doktor í lögfræði og keisaralegt ráð að nafnbót,
en ekki hafði hann neitt embætti á hendi, enda var hann vel fjáður,
svo hann gat lifað óháðu lífi. Hann var maður mjög vel menntaður,
djarfur í lund, alvörugefinn og strangur, en nokkuð einstrengingslegur.
Móðir Goethe var fluggáfuð kona og hafði fjörugt ímyndunarafl, blíð og
glaðlynd og elskuverð. Pví kvað Goethe:
Vom Vater habe ich die Statur,
Des Lebens ernstes Fúhren,
Vom Mútterchen die Frohnatur
Und Lust zU fabuliren.
(»Af föður mínum hef
jeg vöxtinn og alvöruna
í lífsstefnu minni, af móð-
ur minni hið glæðværa
náttúrufar og löngunina
til skáldsmíða«). Ekki
áttu þau hjón fleiri börn,
er úr barnæsku komust,
nema dóttur eina er
Cornelia hjet; hún var
hin skýrasta og samrýnd
mjög bróður sínum.
Sveinninn, sem þegar í
bernsku var hinn efni-
legasti og námfúsasti,
var ekki settur í skóla,
heldur naut hann heima-
kennslu, og höfðu for-
eldrarnir hvort á sinn hátt
hin beztu áhrif á hann
til andlegra framfara,
og voru þær svo mikl-
ar, að hann þegar á átt-
unda ári hafði numið
svo mikið í tungumál-
um, að hann auk móður-
málsins var látinn fást við stýlgerð á frakknesku, ítölsku og latínu, og
jafnvel lítið eitt í grísku; eru enn til nokkur sýnishorn af því, er
1 Hús það, er hann fæddist í, er nú eign hins þýzka vísindaijelags, er neihist
»Das freie Deutsche Hochstiftn., og aðallega hefir fyrir markmið að halda á
lopti minningu Goethe’s.