Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 45

Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 45
205 ur örfaðist lýriski kveðskapurinn af ástalífi hans, er hann varð ástfang- inn i Friederike (Friðriku) Brion, prestsdóttur í Sesenheim, yndislegri mey í æskublóma, sem gaf honum hug sinn og hjarta, en svo mjög sem Goethe var gagntekinn af þessari ást, sem honum varð síðar hreinust og dýrmætust allra hans ástar-endurminninga, þá leizt honum samt ekki að festa ráð sitt og kvongast henni, og því var það, að þá er hann (1771) hafði lokið sjer af við háskólann og var orðinn doktor i lögum, þá reif hann sig burt með miklu innra stríði, en Friðrika sá eptir hon- um alla æfi og giptist aldrei. »Hjarta það,« sagði hún, »sem Goethe hefur átt, getur ekki orðið neinum öðrum unnandi.« Goethe fór nú heim til Frankfurt og dvaldi þar nokkra stund, en síðan fór hann til Wetzlar; tók hann að fást nokkuð við málfærslustörf, en ekki gerði hann að því svo teljandi sje. Komst hann um þessar mundir i náinn kunningsskap við skáldið Klinger, og Merck, fróðan rnann og skarpvitran og glöggvan ritdómara, sem fyrstur skildi til fulls, hvað í Goethe mundi húa, og beindi honum í mörgu á rjetta braut; kynntist hann þá og við Jacobi, Lavater o. fl. og samdi ritdóma i «Frankfurter gelehrte Anzeigem, er /. G. Schlosser, mágur hans, hafði stofnað að hvöt- um Mercks, 1773 gaf hann út sjóialeikinn »Götz von Berlichingem, og varð það skáldrit fyrst til að leiða að honum athygli binnar þýzku þjóð- ar. Lýsir það leikrit ágætlega ástandinu á Þýzkalandi eins og það var á 16. öld og er það að vísu samið i anda Shakespeares, en stendur að öðru leyti á fullkomlega þjóðlegum grundvelli. Ári síðar komu út eptir hann skáldsagan »Leiden des jungen Werthers« (»raunir Werthers hins unga«). Skáldrit þetta var þannig undir komið, að í Wetzlar hafði Goethe fengið ákafa ást á ungri stúlku (Lotte Buff, amtmanns dóttur), sem var heitmey Kestners vinar hans, en það vissi hann ekki í fyrstu, og fjekk baráttan milli ástarinnar og skyldunnar honum svo mikils, að til vandræða horfði, en bæði eptir ráði Mercks og af því hann fann sjálfur, hvað hentaði, þá hafði hann sig burt til Frankfurt. Nú bar svo til um þessar mundir, að ungur maður í Wetzlar, Jerusalem að nafni, menntaður vel og andríkur, en hneigður til þunglyndis, skaut sig út af ástum til giptrar konu. Pessi sviplegi atburður í sambandi við sjálfs- reynslu Goethe’s varð undirstaðan undir Werther. I skáldsögu þessari er að vísu hin sjúklega tilfinningarsemi aldarinnar yfirgnæfandi, en hún er iklædd hinum skáldlegasta búningi, auk þess sem sagan að orðfæri þykir bera af öllu, sem til þess tíma hafði ritað verið á þýzku í óbundnu máli. Goethe vann hjer tvennt i einu; hann sýndi á skáldlegan hátt það, sem hreyfði sjer innst í fjelagsliíi samaldarinnar, hið sjúka með hinu heilbrigða, og hann læknaði sjálfan sig af stundar ástríðu og til- finninga-sjúkleik aldarinnar. Sögunni sló niður sem eldi í tundur; suma hneyxlaði hún, en flesta hreif hún, því hún var eins og rituð úr hjarta tíðarandans, enda hafði hún mikil og víðtæk áhrif. Þeir sem vit höfðu á, kunnu vel að meta hið skáldlega gildi hennar á rjettan hátt, en af þvi höfundurinn hefur látið aðalpersónuna (Werther) berast ofurliði af ástar-ástríðunni og enda æfina með sjálfsmorði, þá misskildi fjöldi sam- aldarmanna ritið og tók það sem varnarrit fyrir sjúklega tilfinningasemi (Sentimentalitet) og enda sjálfsmorð, og fyrirfóru margir sjer að dæmi Werthers, til mikils harms fýrir Goethe, og gekk á þvi um allmörg ár,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.