Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 48

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 48
208 í Róm). Hann orti nú meira en hann hafði gert um langan tíma, þar á meðal margar hinar fegurstu »ballöður« sínar (smákvæði sögulegs efn- is), og ennfremur ortu þeir vinirnir hvor með öðrum nXeniem, hárbeittar skopvísur (tvihendur), sem sneiddu miskunarlaust að því, sem miðlungslegt eða ljelegt var, í hinum þýzku bókmenntum um það leyti. Voru þær vísur prentaðar i nMusenalmamcke., ársriti skáldlegs efnis, sem Schiller einnig hjelt úti. Urðu þeir gramir mjög, sem sneiðirnar áttu, og ljetu fjúka i kveðlingum á móti, en megnuðu þar lítið. Höfðu »Xeniur« þessar all- mikla þýðingu og studdu að uppgangi beggja skáldvinanna. 1795 hafði Goethe gefið út skáldsögu sína, »Wilhelm Meisters Lehrjahree. (fræðslu- ár V. meistara). í henni sýnir hann, hvernig ungur maður, sem finnur hjá sjer köllun til að vera listamaður (leikari), fær fræðslu og andlegt uppeldi i skóla lífsreynslunnar og menntast frá óljósu hugsjóna sveimi til skyldurækni og siðferðilegs sjálfstæðis. Og nú orti hann »Hermann und Dorothean, frásögukvæði i hexametrum, sem lýsir viðburðum heimil- islegs og borgaralegs lifs i anda Hómers (1797). Var þvi kvæði svo vel tekið á Þýzkalandi, að ekkert af skáldskap Goethe’s hafði hlotið jafn- mikið gengi síðan æsku skáldrit hans komu út. Á árunurn 1796—1810 veitti hann hirðleikhúsinu i Weimar forstöðu og ljet þá leika marga sjónleiki eptir Shakespeare og alla eptir Schiller. Gekk hann mjög rikt eptir því, að leikararnir fullnægðu íþróttalegum fegurðar-kröfum og var mikill frömuður þeirrar listar. Fráfall Schillers (1805) fjekk honum svo mikils trega, að honum þótti sem hann hefði misst helft sálar sinnar. Árið eptir var óhappa- ár mikið fyrir Þýzkaland, er Prússland með bandamönnum sínum beið hinn herfilegasta ósigur fyrir Napóleon, og kom það einnig hart niður á Sachsen-Weimar. Þá var það sem Goethe ljet gefa sig saman við Christiane Vulpius (embættismannsdóttur i Weimar), er hann hafði búið saman við, síðan hann kom heim frá Róm og getið nokkur börn við, og fór hjónavigslan fram, meðan Frakkar voru að ræna Weimar eptir orustuna við Jena; geri hann það mest til að tryggja framtíð sonar þeirra, er þau áttu einan barna á lífi; hjet hann August eptir hertogan- um. Síðasta skáldsagan, er Goethe samdi, var »Die Wahlverwandt- schaftem (skyldleikavalið), sem lýsir baráttu milli tilfinningar og skyldu, og er hún hið mesta snildarverk. Á árunum 1807'—13 hneigðist hug- ur hans nokkuð að Napóleon1, sem þá var svo almennt hataður á Pýzka- landi sakir yfirgangs síns, en Goethe laðaðist að hinu »demoniska« per- sónuvaldi hans og dáðist að honum sem hetju og afarmenni. Hafa sumir kallað það þjóðræktar skort, en það sýnir að hinu le3'tinu, hversu Goethe var frjáls og óháður í skoðunum sinum. 1 Þegar furstafundurinn var í Erfurt, 1808, kvaddi Napóleon Goethe til viður- tals. Töluðu þeir lengi saman og mest um skáldskap, og undraðist Goethe þekkingu Napóleons og dómgreind í þeim efnum. Meðal annars bar Wer- ther á góma, og hafði N. lesið hann sjö sinnum. Þegar G. kom inn í sal- inn, hvessti N. á hann augun og mælti: »Vous etes un hommeU (Pjer eruð maður) og þegar hann gekk út, sagði hann við þá, sem hjá honum voru (Talleyrand og Daru); »Voila un homme.U (lítið á, þarna er maður). Hefir með rjettu verið tekið fram, að hjer hittust málsvarar tveggja stórbyltinga, pólitisku byltingarinnar á Frakklandi og andlegu byltingarinnar á Þýzkalandi, sem á sinn hátt var eins merkileg og hin.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.