Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 48

Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 48
208 í Róm). Hann orti nú meira en hann hafði gert um langan tíma, þar á meðal margar hinar fegurstu »ballöður« sínar (smákvæði sögulegs efn- is), og ennfremur ortu þeir vinirnir hvor með öðrum nXeniem, hárbeittar skopvísur (tvihendur), sem sneiddu miskunarlaust að því, sem miðlungslegt eða ljelegt var, í hinum þýzku bókmenntum um það leyti. Voru þær vísur prentaðar i nMusenalmamcke., ársriti skáldlegs efnis, sem Schiller einnig hjelt úti. Urðu þeir gramir mjög, sem sneiðirnar áttu, og ljetu fjúka i kveðlingum á móti, en megnuðu þar lítið. Höfðu »Xeniur« þessar all- mikla þýðingu og studdu að uppgangi beggja skáldvinanna. 1795 hafði Goethe gefið út skáldsögu sína, »Wilhelm Meisters Lehrjahree. (fræðslu- ár V. meistara). í henni sýnir hann, hvernig ungur maður, sem finnur hjá sjer köllun til að vera listamaður (leikari), fær fræðslu og andlegt uppeldi i skóla lífsreynslunnar og menntast frá óljósu hugsjóna sveimi til skyldurækni og siðferðilegs sjálfstæðis. Og nú orti hann »Hermann und Dorothean, frásögukvæði i hexametrum, sem lýsir viðburðum heimil- islegs og borgaralegs lifs i anda Hómers (1797). Var þvi kvæði svo vel tekið á Þýzkalandi, að ekkert af skáldskap Goethe’s hafði hlotið jafn- mikið gengi síðan æsku skáldrit hans komu út. Á árunurn 1796—1810 veitti hann hirðleikhúsinu i Weimar forstöðu og ljet þá leika marga sjónleiki eptir Shakespeare og alla eptir Schiller. Gekk hann mjög rikt eptir því, að leikararnir fullnægðu íþróttalegum fegurðar-kröfum og var mikill frömuður þeirrar listar. Fráfall Schillers (1805) fjekk honum svo mikils trega, að honum þótti sem hann hefði misst helft sálar sinnar. Árið eptir var óhappa- ár mikið fyrir Þýzkaland, er Prússland með bandamönnum sínum beið hinn herfilegasta ósigur fyrir Napóleon, og kom það einnig hart niður á Sachsen-Weimar. Þá var það sem Goethe ljet gefa sig saman við Christiane Vulpius (embættismannsdóttur i Weimar), er hann hafði búið saman við, síðan hann kom heim frá Róm og getið nokkur börn við, og fór hjónavigslan fram, meðan Frakkar voru að ræna Weimar eptir orustuna við Jena; geri hann það mest til að tryggja framtíð sonar þeirra, er þau áttu einan barna á lífi; hjet hann August eptir hertogan- um. Síðasta skáldsagan, er Goethe samdi, var »Die Wahlverwandt- schaftem (skyldleikavalið), sem lýsir baráttu milli tilfinningar og skyldu, og er hún hið mesta snildarverk. Á árunum 1807'—13 hneigðist hug- ur hans nokkuð að Napóleon1, sem þá var svo almennt hataður á Pýzka- landi sakir yfirgangs síns, en Goethe laðaðist að hinu »demoniska« per- sónuvaldi hans og dáðist að honum sem hetju og afarmenni. Hafa sumir kallað það þjóðræktar skort, en það sýnir að hinu le3'tinu, hversu Goethe var frjáls og óháður í skoðunum sinum. 1 Þegar furstafundurinn var í Erfurt, 1808, kvaddi Napóleon Goethe til viður- tals. Töluðu þeir lengi saman og mest um skáldskap, og undraðist Goethe þekkingu Napóleons og dómgreind í þeim efnum. Meðal annars bar Wer- ther á góma, og hafði N. lesið hann sjö sinnum. Þegar G. kom inn í sal- inn, hvessti N. á hann augun og mælti: »Vous etes un hommeU (Pjer eruð maður) og þegar hann gekk út, sagði hann við þá, sem hjá honum voru (Talleyrand og Daru); »Voila un homme.U (lítið á, þarna er maður). Hefir með rjettu verið tekið fram, að hjer hittust málsvarar tveggja stórbyltinga, pólitisku byltingarinnar á Frakklandi og andlegu byltingarinnar á Þýzkalandi, sem á sinn hátt var eins merkileg og hin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.