Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 51

Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 51
211 meðal allra, og er því ekki að furða, þó áhrif hans nái langt. Pannig viðurkenna menn nú á dögum, að hann í náttúruvísindunum megi að vissu leyti teljast meðal hinna fremstu, og rná geta þess sjerstaklega, að bæði í plöntufræði og likskurðarfræði kom hann fram með nýjar skoðanir og uppgötvanir, sem mikils þykir um vert. Á fögrum listum, málara- list og myndasmíði og sögu þeirra að fornu og nýju hafði hann mikinn áhuga og ritaði talsvert um það efni. I heimspeki hneigðist hann eink- um að Spinoza og Kant, og að þvi er trúna snerti, hafnaði hann öllu yfirnáttúrlegu (Supranaturalismus) og batt sig við engar kreddur. Ýmislegt hafa menn fundið Goethe til ámælis, svo sem trúarskort, sjálfselsku, hverfiyndi i ástum o. fl., og reynt að varpa skugga á minn- ingu hans. Nægir i því efni að tilfæra orð Englendingsins Lewis, sem ritað hefir æfisögu hans: »F.g mun ekki reyna að draga dulur á bresti hans, menn geta dæmt þá eins hart og strangasta rjettlæti krefur; þeir munu samt aldrei myrkva miðljós það, er lýsir gegnum allt hans lif. Hann var mikill, þó ekki væri nema fyrir þann göfugleika sálarinnar, sem aldrei ljet minnsta snefil af öfund, smámunasemi eða ódrenglyndi flekka hugrenningar sinar. Hann var mikill þó ekki væri nema sakir elskusemi sinnar, mannúðar og góðvilja. Hann var mikill þó ekki væri nema sakir sinnar stórkostlegu starfsemi. Hann var mikill þó ekki væri nema sakir geðstillingar þeirrar, er leiddi baldnar ástriður á hina beinu leið, sem vilji hans og skynsemi fyrirskipuðu. Pessi maður varð, eins og Carlyle segir, mikill í siðferðilegum skilningi, af því hann var það á sinum timum, sem margir hefðu getað verið á öðrum tímum — sann- ur maður. Það var hans mikla ágæti, að hann var sannur. Eins og hans aðal-hæfileiki, undirstaðan allra hinna, var mannvit samfara dýpt og afli ímyndunarinnar, eins var rjettlætið — einurðin og þorið til að vera rjettlátur, hans aðaldygð. Vjer dáðumst að jötunmagni því, er i honum bjó, en það magn var mýkt til hinnar þýðustu mildi. Hjarta það, sem mest var allra, var og hið hugprúðasta; kunni ekki að hræðast nje þreytast og var i friðsemd sinni óbugandi«. Um það ber öllum saman, að Goethe hafi verið einhver hinn á- sjálegasti maður á sinni tið, og er það til marks um, hvað til hans þótt- koma að ytra áliti, að menn liktu honum ungum við Apollon, en iá eldri árunum við Sevs hinn olympska. Það var eins um persónu hans og listaverk þau, er hann skapaði, að hið ytra var í fögru samræmi við hið innra. Um æfi hans og það, sem eptir hann liggur í bókmenntun- um, hefir þegar verið ritað svo mikið, að það er orðið heilt bókasafn Eitthvert bezta æfisögurit um hann er talið að vera: »The Life and Works of Goethe« eptir G. H. Lewis. 14’
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.