Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 52

Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 52
212 Gömul saga. (Dæmisaga). Lækur einn rann eptir fögru engi og steyptist á endanum fram af háum kletti ofan í fjöruna. Uppi á klettinum stóð dálítil birkihrísla á lækjarbakkanum. Hún var vön að vökva limið í lækn- um og hann skvetti stundum á hana um leið og hann fór fram hjá. Það var einn morgun, að sól skein úr heiði yfir daggvota bakkana, og var þá sem ótal himinhrein tár blikuðu á laufum litlu hríslunnar við lækinn. Það var líka svo, því hún grjet fögr- um tárum af gleði, þegar sólin kom upp og jörðin brosti eins og nývaknað barn brosir við mömmu sína. Þá sagði hríslan við læk- inn: »Fagurt er lífið, lækur minn, ómögulegt er annað að segja, og gott er að vera ánægður hjá vinum sínum.« »Satt er það,« sagði lækurinn, »en ekki njóta allir þeirrar sælu.« »A? segðu mjer einhverja sögu um það,« sagði hríslan. Þá sagði lækurinn henni þessa sögu: »Að báðum hliðum mjer eru fagrar grundir og vex þar ara- grúi af fögrum blómum. Opt hef jeg sjeð þau una saman tvö og tvö og njóta sumarsælunnar, þangað til þau hafa fölnað á haust- in, því að öll blóm verða að fölna, eins og þú veizt, hrísla mín. En á kvöldin má sjá yndislega fallegar rósir á skýjabrúnunum í vestr- inu. Það eru blómin fölnuðu. Þau lifna aptur, af því að þau eru saklaus og hrein og unnast svo einlægt. Þarna uppi líður þeim miklu betur, því að þau eru svo miklu nær blessaðri sólinni. En það er bezt að hverfa aptur að efninu og segja þjer áfram söguna. Það var eitt vor, að fallegur hópur af fíflum og sóleyjum óx þarna í brekkunni á móti. Öll voru þau einkarfögur og undu vel lífinu, og þau áttu einhvern fallegasta blettinn á öllum bakkanum: Það var þarna í brekkunni á holtjaðrinum. Það var fallegur hópur þetta, en þó bar ein sóleyin af öllum hinum. Það er sú fallegasta sóley, sem jeg hef sjeð. En í holtjaðrinum skammt frá sóleyja- blettinum óx dálítill holtafifill, sem mundi hafa orðið hinn fríðasti fífill, ef hann hefði vaxið í einhverri fallegri grasbrekku. Hann vaknaði samt glaður á hverjum morgni i holtinu sínu og hló við árgeislunum, og þó að hvassviðri gerði og sandfok, stóð hann samt, því að hann var ungur og hraustur. Einu sinni, þegar hann var nývaknaður, varð honum litið ofan í brekkuna og þá sá hann litlu sóleyina fallegu í fyrsta sinn, og hún sá hann, og þau brostu hvort

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.