Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 58
2l8
jarðabótum kveður langmest að túnasljettum; þær hafa víða verið gerðar
miklar,' enda hlynnir þingið töluvert að búnaðarfjelögum með fjárfram-
lögum. Mestur túnasljettubóndi á Islandi mun vera sýslumaðurinn í
Dalasýslu, Björn Bjarnason, sem hefur sljettað n dagsláttur á Sauðafelli
á þremur árum.
Vitanlega hafa húsabyggingar tekið töluverðum framförum víða á
hinum siðari árum. Einna þýðingarmesta breytingin virðist mjer það
vera, hve mikið nú er farið að nota þakjárn, einkum á Suðurlandi. Pað
er áreiðanlega mikil framför i húsagjörðinni. En langt á hún viða í
land, og það á heldri heimilum, til þess að vera siðuðum mönnum sam-
boðin. Mjer dettur í hug eitt embættismannsheimili á Vesturlandi, sem
jeg dvaldi á nokkra daga í síðasta mánuði. Pað var mesta myndarheim-
ili, öll umgengnin fyrirmynd. En slíka örðugleika, sem á þvi eru, að
halda því heimili sómasamlegu, mundu fátækir og umkomulausir Vestur-
Islendingar telja frágangssök að stríða við. Jeg hafðist þar við í stof-
unni, svaf þar á sofa á nóttum og sat þar á daginn. Stofan var full
af vönduðum húsbúnaði og fallegum myndum. En fyrstu nóttina varð
jeg að fara á fætur skömmu eptir miðnættið vegna vatnsrennslis niður
i rúmfötin. Og fólkið varð á hverjum degi að vera á einlægu ferðalagi
með húsgögnin, úthugsa nýja og nýja staði fyrir hlutina til þess að þeir
skyldu ekki ónýtast.
IÐNAÐUR OG SAMGÖNGUR. Jeg tók það fram áður, að jeg
gæti hugsað mjer, að talsverðar breytingar sjeu fyrir höndum áður en
mjög langt líði. Jeg skal þar taka til dæmis iðnaðinn. Eptir þvi sem
nú horfir við, virðist þess ekki vera langt að bíða, að mest öll tóvinna
á heimilum leggist niður. A einu gömlu meiriháttar tóvinnuheimili norð-
anlands er mjer kunnugt um, að svo sem engin tóvinna á að fara fram
i vetur, og svo mun víðar vera. Fólk segir, að það geti ekki borið
sig, þegar kaupgjaldið er orðið jafnhátt og það er, og svo er sagt, að
kvennfólki sje alltaf að fara aptur i þeirri grein. A sumum pörtum
landsins er ómögulegt að fá kvennfólk til þeirrar vinnu, því það er ekki
til. Allt virðist benda á, að vjelar muni taka við þeirri grein hjer á
landi, eins og annars staðar, innan skamms, enda sjest þegar visir til
þeirra. I Pingeyjarsýslunni hafa þær verið nokkur ár, og nú er reist
allstórt hús fyrir þær hjer i Mosfellssveitinni, og eigandinn býst við að
taka til starfa um jólin. Þær eru áreiðanlega þráðar mjög viðar á land-
inu, og ekki óliklegt, að einhverjir muni bráðlega hafa framtakssemi í
sjer til að fullnægja þeirri þörf.
Og svo er samgöngumálið. Pað er enginn vafi á því, að hvernig
sem allt fer, verða samgöngurnar á sjó stórkostlega bættar. Pjóðin er
mcð öllu hætt að una þvi ólagi, sem hingað til hefur átt sjer stað. Og
trúað gæti jeg því, að sú alda, sem núverandi ritstjóri Lögbergs vakti hjer
i fyrra sumar, og venjulega er kölluð »járnbrautarmálið« eða »stóra-
málið«, sje síður en ekki til fulls hnigin i sjálfa sig. Vitaskuld er þar
við ramman reip að draga. Pað er svo örðugt að koma þvi inn i
höfuðin á mörgum mönnum, að ekki muni allt sitja við það sama, eptir
að járnbrautirnar eru fengnar. Peir glápa á núverandi flutningaþörf og
vörumagn, en virðast ekki hafa nógu mikið imyndunarafl til þess að
láta sjer skiljast, að járnbrautir muni skapa nýjar þarfir. En svo eru