Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 61

Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 61
221 sauma á fundum, eins og konurnar í kvennfjelagi i. lút. safnaðarins i Winnipeg, »saumafjelaginu« svo kallaða. Það af þeim saumaskap, sem ekki gengur í gjafir til barnanna, er sett á tombólur, sem fjelagið held- ur, til þess að hafa upp peninga til útgjalda sinna (i viðbót við árstillag íjelagskvenna), og má geta þess, að tombólur þessa fjelags eru vinsælli og þykja virðulegri en nokkrar aðrar tombólur, sem haldnar eru hjer i bæ. Pá er enn ótalið það þrekvirki fjelagsins, sem einna mest ber á. Það hefur alsendis af eigin rammleik kornið upp þvottahúsi við laugarn- ar, sem kostaði eitthvað 2500—5000 krónur. Petta hús gaf fjelagið bænum, og á hann að halda þvi við. 50—60 stúlkur geta verið við þvott í húsinu í einu, og samt er það oflitið, svo að ráðgert er að stækka það. Pessar laugaferðir eru allmiklum erfiðleikum bundnar, og kvennfólk, sem verið hefur í Ameriku, segir, að ef fólk kynni að þvo hjer á landi, myndu þær ferðir ekki tiðkast eins mikið og nú er. Hjer hefur kvennfólk sem sje ekki komizt upp á að sjóða óhreinindin úr föt- unum, heldur nuddar það þau úr þeim eptir mjög litla eða enga suðu. En góður útbúningur til heimaþvottar kostar nokkuð, og það má vel vera, að hann sje hinum fátækustu um megn, því víst er um það, fátæktin er hörmulega mikil. Laugarnar eru um tvær enskar mílur frá bænum, og það er góður ábætir við aðra vinnu að labba fram og aptur, í hverju veðri og hverri færð sem er, ekki sízt þegar kvennfólkið ber nú þvott- inn á bakinu, sem ekki er ótitt. En útyfir tók þó, áður en Thorvald- sensfjelagið reisti þvottahúsið, að eiga að standa úti, opt í miklum gaddi eða jafnvel blindbyl, allan tírnann, sem þvotturinn stóð yfir. Pvi að það er meira en lítill tími frá sumum heimilum, þar sem slíkar ferðir eru eðlilega farnar svo sjaldan, sem við verður komið. Frá sumum húsum hjer i bænum er vinnukonan 36 tíma — segi og skrifa þrjátíu og sex klukkutima — að þvo þvóttinn i laugunum. Hugsið ykkur slík verk úti undir beru lopti í vonzkuveðri! Pað leynir sjer þvi ekki, að það var eitt hið mesta miskunanærk, sem hjer var unnt að gera, að koma upp þaki yfir höfuðin á þessu vesalings kvennfólki — þótt sumum ókunnugum kunni að sýnast það þýðingarlítið í fyrsta áliti. Yfir höfuð er Thorvaldsensfjelagið merkisfjelag, og gott dæmi þeirrar viðleitni i uppbyggingar-áttina, sem óneitanlega á sjer stað hjer á landi á ýmsa lund á hinum siðari árum......................... Bágindin hjer í bænum eru pðlilega afarmikil meðal þess fólks, sem á lífsviður- væri sitt undir fiskiveiðunum. Verulegasta tilraunin til að bæta úr þeim skorti hefur verið gerð af Thorvaldsensfjelaginu, sem jeg minntist nokk- uð ýtarlega á í siðasta brjefi mínu. Pað gefur um all-langan tima 73 mönnurn mat á hverjum degi, einkum konurn og börnum, án þess þó að útiloka karla. Nokkurn styrk hefur- það fengið til þessa líknarverks utan að................... KVENNRJETTINDI OG HÁSKÓLAMÁLIÐ. Bókagerð er alls eng- in um þessar mundir —■ að minnsta kosti kemur ekkert nýtt í ljós. Helzta ritið, sem menn hafa haft um að tala, er þriggja smáarka árs- rit kvennfjelagsins, sem fröken Ólafia Jóhannsdóttir, áhugakona mikil og gáfuð að þvi skapi, mun hafa gefið út. En gallinn á því riti er sá, að það kemur eiginlega hvergi við jörðina. Pað flytur grein um kvenn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.