Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Side 71

Eimreiðin - 01.09.1896, Side 71
231 Hún sem dæmd við dyrnar grafkyr stendur, Dvelst svo megi ganga úr skugga senn, Heyrir ástar eiða á báðar hendur, Orðin kærleiks bæði tvenn og þrenn: »Heyr, heyr hanagál, Hingað komdu í sal Næstu nótt« — og nú þau kystust enn. Ottast sveinn og fer í fáti að reyna Fljótur blæju og sængurkulti með Bezt sem má að breiða yfir meyna, Brátt hún þó sjer undan vikja rjeð; Eins og yrði knúð Anda valdi, brúð Endilöng nú uppreis hægt á beð. »Móðir, móðir!« innti hún ómi grafar, »Yndisnótt þjer spillið fyrir mjer, • Hrekið mig úr hlýindum án tafar, Helstríðs til eg að eins vöknuð er. Ei var yður nóg, Að í grafar þró Mig á unga aldri lögðuð þjer. En úr grafar þrengslum þungur dórnur Þvingar stöðugt mig að hreifa fót, Ykkar presta söngl og sálma hljómur Signing meður vinnur enga bót; Sárri svala þrá Salt og vatn ei má Æ, og jörðin ást ei kælir hót. Eg var heitin ungling þessum kærum, Atti Venus sjer þá dýrðar hof, En þjer, móðir! öflgum brugðuð særum, Af því fals-heit mátuð þjer um of; Þó er guð hver þver, Þegar móðir sver, Dóttur sinni að fremja festar rof.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.