Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 73

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 73
233 Með gullkrónu og sprota svo glöggt eg hann lít.« »Því gegni’ eg ei, barn, það er þokurák hvít.« »Kom, fallegi drengur, og fylgdu nú mjer, Þá fegurstu leiki eg kenna skal þjer; Mín strönd er af glitblómum fegurstu full Og föt á mín móðir, er sldna sem gull.« »Og heyr nú, minn faðir, hvað eignast eg á, Hvað álfkóngur hvíslar, að skuli eg fá.« — »Ver hægur og bær þig ei, barnkindin mín, í blöðunum þurskrældu vindurinn hvín.« — »Kom, drengur minn fagri, og dveldu mjer hjá, Eg dætur á vænar, þær fyrir þjer sjá Og syngja og dansa og dilla þjer rótt, Svo dreymi þig sætt um þá værustu nótt.« »Sko, faðir, sko, faðir, við skyggjandi trje Þær skínandi álfkóngsins dætur eg sje.« — »Já, sonur minn góði, það get eg að sjá, Það glórir í píltrjen svo feyskin og grá.« — »Þín fegurð mig hrífur, þjer ákaft eg ann, Og ætlirðu að tregðast, eg neyða þig kann.« »Æ, faðir, nú um mig hann arm leggur sinn, Af álíkóngsins tökum eg sárindi finn.« — Af hryllingi faðirinn hrökkur við þá, Með hljóðandi barnið hann þeysir sem má, Og kemst vart til húsanna fölur og fár, I faðminum hans var sveinninn nár. Stgr. Th.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.