Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Side 33

Eimreiðin - 01.01.1897, Side 33
»Jú, það er nú áreiðanlegt, og ef þú sver ekki, skal eg reyna að muna þjer það, þó seinna verði.« »Þú sver náttúrlega líka, Halldór, það er ekki orðavert« sagði Þorsteinn hryssingslega, »eg kæri mig ekkert um að verða gerð- ur að lygara fyrir heigulskapinn í þjer.« »Hann sver náttúrlega líka, maðurinn, það er sjálfsagt, eg er viss um það; ef hann gerir það ekki, fær hann ekkert út hjá rnjer á eptir« sagði Þorkell við Þorstein, eins og Halldór væri hvergi nærri. »Jú, eg skal sverja líka, það er ekki orðavert« svaraði Halldór; hann var orðinn hressari í huga síðan ádrykkjan fór að brjótast í honurn; þó að hann væri heigull, var hann talsverður kappi, þeg- ar brennivín var í honum. Síðan áminnti Þorkell þá rækilega um sannsögli; svo gengu þeir allir beina leið til sýslumanns. Presturinn, Helga, og bændurnir, sem með þeim vóru, vóru þar fyrir. Þeim var visað til sætis á bekk utanvert í skrifstofunni. Sýslumaðurinn sat í sæti sínu við borðið, og skrifari hans við borðendann; hann hafði bók í fjögurra blaða broti allþykka fyrir framan sig. Tveir þingvottar sátu þar við hinn borðendann. Sýslumaðurinn var maður gamall, og hvítur fyrir hærum. Hár og skegg var mikið og fagurt. Hann var mikill maður vexti og höfðinglegur ásýndum, og sópaði að honum sem yfirvaldi. Augun vóru dökk og hvöss, og þóttu þau allill sakamönnum. Fannst þeim hann horfa stundum fulldjúpt inn í hjarta sjer. Þorsteinn sat eins og heima á rúminu sínu, horfði á sýslu- mann og snori tóbaksdósunum sínum á milli handa sjer. Svo leit sýslumaður upp og yfir hópinn. »Rjetturinn er settur!« Það var eins og rekinn væri hnífur í Halldór við þessa rödd. En hann bærði þó ekki á sjer. Skyldi hann nú verða kallaður upp fyrstur? Hvað átti hann þá að segja? Honum fannst hann mundi engu orði upp koma. Hann mundi það að eins, að hann átti að segja rjett frá öllu — bara hafa skipti á nöfnunum. Svo var Þorsteinn kallaður fram; hann spratt upp, hnepti að sjer efsta hnappnum á treyjunni sinni, stakk tóbaksdósunum í vasa 3

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.