Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 33
»Jú, það er nú áreiðanlegt, og ef þú sver ekki, skal eg reyna að muna þjer það, þó seinna verði.« »Þú sver náttúrlega líka, Halldór, það er ekki orðavert« sagði Þorsteinn hryssingslega, »eg kæri mig ekkert um að verða gerð- ur að lygara fyrir heigulskapinn í þjer.« »Hann sver náttúrlega líka, maðurinn, það er sjálfsagt, eg er viss um það; ef hann gerir það ekki, fær hann ekkert út hjá rnjer á eptir« sagði Þorkell við Þorstein, eins og Halldór væri hvergi nærri. »Jú, eg skal sverja líka, það er ekki orðavert« svaraði Halldór; hann var orðinn hressari í huga síðan ádrykkjan fór að brjótast í honurn; þó að hann væri heigull, var hann talsverður kappi, þeg- ar brennivín var í honum. Síðan áminnti Þorkell þá rækilega um sannsögli; svo gengu þeir allir beina leið til sýslumanns. Presturinn, Helga, og bændurnir, sem með þeim vóru, vóru þar fyrir. Þeim var visað til sætis á bekk utanvert í skrifstofunni. Sýslumaðurinn sat í sæti sínu við borðið, og skrifari hans við borðendann; hann hafði bók í fjögurra blaða broti allþykka fyrir framan sig. Tveir þingvottar sátu þar við hinn borðendann. Sýslumaðurinn var maður gamall, og hvítur fyrir hærum. Hár og skegg var mikið og fagurt. Hann var mikill maður vexti og höfðinglegur ásýndum, og sópaði að honum sem yfirvaldi. Augun vóru dökk og hvöss, og þóttu þau allill sakamönnum. Fannst þeim hann horfa stundum fulldjúpt inn í hjarta sjer. Þorsteinn sat eins og heima á rúminu sínu, horfði á sýslu- mann og snori tóbaksdósunum sínum á milli handa sjer. Svo leit sýslumaður upp og yfir hópinn. »Rjetturinn er settur!« Það var eins og rekinn væri hnífur í Halldór við þessa rödd. En hann bærði þó ekki á sjer. Skyldi hann nú verða kallaður upp fyrstur? Hvað átti hann þá að segja? Honum fannst hann mundi engu orði upp koma. Hann mundi það að eins, að hann átti að segja rjett frá öllu — bara hafa skipti á nöfnunum. Svo var Þorsteinn kallaður fram; hann spratt upp, hnepti að sjer efsta hnappnum á treyjunni sinni, stakk tóbaksdósunum í vasa 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.