Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Page 64

Eimreiðin - 01.05.1897, Page 64
144 fyrri hlutanum og verða aldrei að manni. Aðrir aptur á móti kasta sjer í byrjun ragmennskulaust út í straum lifsins og taka sjer hressandi bað, en festa þó augun stöðugt á takmarki námsins og menntunarinnar. F’eim skýtur svo von bráðar upp aptur eptir kafið, auðugri að reynslu og þekkingu en áður, og að ýmsu leyti færari til að takast á við allar þær raunir og tálmanir, er kunna að mæta þeim á lífsleiðinni. Jóh Jónsson. Landsbankinn og landfógetinn. Eins.og flestum mun kunnugt, er landsbankinn íslenzki stofn- aður með lögum 18/9 '85, og verður þannig í september í haust 12 ára. I þessi rúm 11 ár, sem landsbankinn hefur staðið, hefur hann tekið mjög miklum framförum, bæði hvað efnahag og álit snertir, en þó hefur honum mest farið fram, síðan herra Tryggvi Gunn- arsson tók við stjórn hans. Sjerstaklega megum vjer vera honum þakklátir fyrir, að hann hefur komið landsbankanum í samband við erlenda banka, því þótt þessu sambandi sje ekki svo heppilega fyrir komið, sem æskilegt væri, þá er þó með því stigið spor í áttina, til þess að koma bankanum í náið og ábatasamt samband við erlenda banka. Ymislegt fleira mætti telja bankanum og banka- stjórninni til gildis, en því miður stendur samt landsbankinn sam- svarandi bönkum erlendis töluvert að baki. Aðalókosturinn við ísl. landsbankann er, hve óhægt menn út um landið eiga með að nota hann. Þessi ókostur, er ákaflega til- finnanlegur, og þessu verður varla kippt í liðinn með öðru móti, en að koma á fót aukabönkum út um landið, er geti gegnt öllum sömu störfum þar, sem höfuðbankinn í Reykjavík, en standi þó undir umsjón og stjórn hans. Til þess að aukabankar geti staðizt út um landið, verða þeir að hafa nóg að gjöra; en hætt er við, að þeir mundu, að minsta kosti fyrstu árin, ekki borga sig, nema með því móti, að hlynnt væri að stofnum þeirra af hálfu land- stjórnarinnar. Þess gjörist alls engin þörf, að landstjórnin styrki slikt fyrirtæki með beinurn fjárframlögum, heldur má gjöra það einungis með nýju fyrirkomulagi, er sje þannig varið, að land- sjóður bíði ekkert tjón af, heldur hafi miklu fremur ábata.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.