Eimreiðin - 01.05.1897, Blaðsíða 75
JS5
oFórnin á Karmel«. »Ljónagröfin«, »Jónas í sjávarháska®, »Undurnjólinn«. Mest
er orðsnilldin og formfegurðin í kvæðunum »Letrið á hallarveggnum« og »Sýnir
Esekíels«; svo að segja hvert orð í hinu síðast nefnda kvæði sómar og hljómar«;
fegurra kvæði frá formsins hlið er víst ekki til á íslenzku, og þótt víðar væri leitað.
Ekki minnst vegna þess, hve íslenzkur blærinn yfirleitt er á kvæðunum,
munu þau verða þjóð vorri kær; sem dæmi þess, hversu íslenzk (í orðsins beztu
merkingu) biflíuljóðin eru, má nefna »Leiðangur Abrahams«, en þó einkum þetta
í spádómunum um Messías:
Hinn nýji Davíð, drottins hirðir
í dimmum hríðum sækir hjörð,
og sauðum góðar býr hann byrgðir
og bælir þá á frjórri jörð.
Hjer verður hirðirinn íslenzkur sauðamaður, er sækir tjeð í vetrarbyljunum,
og ísl. smalasveinn, sem bælir ærnar á sumrin.
Vjer höfum ekkert út á Biflíuljóðin að setja, að eins hefðum vjer óskað,
að kvæðið »Dýrin« hefði verið ort með öðrum bragarhætti; það líkist helzt til
mikið rímnakveðskapnum gamla. Sömuleiðis má geta þess, að í einu kvæði
hefur skáldið lagt Davíð konungi kristin orð og kristilegar hugsanir í munn,
sem Gyðingurinn Davíð gat ekki haft. Allt fram að Krists dögum álitu Gyðingar
tilveruna í dauðra rikinu huggunar- og gleðisnauða, og þessi skoðun er almenn
i Gamlatestamentinu. Þeir trúðu því að sönnu, að líf væri til eptir þetta, en
áður en upprisuljós Jesú Krists kastaði geislum sínum inn vfir það myrkur og
þá skugga-tilveru, var dvölin þar fremur hryggðar- en gleðiefni, jafnvel trúuð-
um Gyðingum, og hugmyndm um Messias, frelsara mannkynsins, sem guðs
eiginn son, varð eigi ljós, fyr en Kristur kom í fyllingu tímans; jeg á hjer við
siðasta erindið í hinu fagra kvæði »Kveðja Davíðs« (bl. 242—44). — Vjer teljum
bók þessa einhverja þá beztu, sem vor litla þjóð hefur eignazt, og er þó hjer
að eins átt við fyrri hlutann; hinn siðari (Nýjatestamentið) er enn óútkominn:
mun hann víst ekki verða lakari en hinn fyrri; innilegleikur skáldsins mun þar
koma enn betur fram, og þar sem hjarta hans slær með í ljóðunum, eru þau
fegurst. I síðara partinum munum vjer sjá hann á trúarinnar hæð og himninum
því enn nær en í fyrra partinum? þetta er bein afleiðing af efninu; og þó má
segja um þennan fyrri part, að í honum hafi sira V. óbeinlínis »kveðið Jesú Kristi
dýrðlegt sigurhrós«.
Hin ísl. þjóð þakkar óefað i einu hljóði síra V. fyrir fyrri part Biflíuljóð-
anna og bíður hins síðara með eptirvæntingu. Sömuleiðis á herra Sig. Kristjdns-
son hinar beztu þakkir skilið fyrir, hve fljótt og vel hann hefur komið Biflíuljóð-
unum á prent; útgáfan er í alla staði prýðileg.
Margt af því, sem Bókmenntafjelagið hefur gefið út, mun fyrnast, en Biflíu-
ljóð síra Valdimars munu geymast á vörum og í hjörtum kristinna íslendinga
og, er tímar líða, skipa sæti við hliðina á Passíusálmum Haflgríms Pjeturssonar
í bókmenntum vorum
6/2 '91 ■
Haraldur Níelsson.