Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Qupperneq 75

Eimreiðin - 01.05.1897, Qupperneq 75
JS5 oFórnin á Karmel«. »Ljónagröfin«, »Jónas í sjávarháska®, »Undurnjólinn«. Mest er orðsnilldin og formfegurðin í kvæðunum »Letrið á hallarveggnum« og »Sýnir Esekíels«; svo að segja hvert orð í hinu síðast nefnda kvæði sómar og hljómar«; fegurra kvæði frá formsins hlið er víst ekki til á íslenzku, og þótt víðar væri leitað. Ekki minnst vegna þess, hve íslenzkur blærinn yfirleitt er á kvæðunum, munu þau verða þjóð vorri kær; sem dæmi þess, hversu íslenzk (í orðsins beztu merkingu) biflíuljóðin eru, má nefna »Leiðangur Abrahams«, en þó einkum þetta í spádómunum um Messías: Hinn nýji Davíð, drottins hirðir í dimmum hríðum sækir hjörð, og sauðum góðar býr hann byrgðir og bælir þá á frjórri jörð. Hjer verður hirðirinn íslenzkur sauðamaður, er sækir tjeð í vetrarbyljunum, og ísl. smalasveinn, sem bælir ærnar á sumrin. Vjer höfum ekkert út á Biflíuljóðin að setja, að eins hefðum vjer óskað, að kvæðið »Dýrin« hefði verið ort með öðrum bragarhætti; það líkist helzt til mikið rímnakveðskapnum gamla. Sömuleiðis má geta þess, að í einu kvæði hefur skáldið lagt Davíð konungi kristin orð og kristilegar hugsanir í munn, sem Gyðingurinn Davíð gat ekki haft. Allt fram að Krists dögum álitu Gyðingar tilveruna í dauðra rikinu huggunar- og gleðisnauða, og þessi skoðun er almenn i Gamlatestamentinu. Þeir trúðu því að sönnu, að líf væri til eptir þetta, en áður en upprisuljós Jesú Krists kastaði geislum sínum inn vfir það myrkur og þá skugga-tilveru, var dvölin þar fremur hryggðar- en gleðiefni, jafnvel trúuð- um Gyðingum, og hugmyndm um Messias, frelsara mannkynsins, sem guðs eiginn son, varð eigi ljós, fyr en Kristur kom í fyllingu tímans; jeg á hjer við siðasta erindið í hinu fagra kvæði »Kveðja Davíðs« (bl. 242—44). — Vjer teljum bók þessa einhverja þá beztu, sem vor litla þjóð hefur eignazt, og er þó hjer að eins átt við fyrri hlutann; hinn siðari (Nýjatestamentið) er enn óútkominn: mun hann víst ekki verða lakari en hinn fyrri; innilegleikur skáldsins mun þar koma enn betur fram, og þar sem hjarta hans slær með í ljóðunum, eru þau fegurst. I síðara partinum munum vjer sjá hann á trúarinnar hæð og himninum því enn nær en í fyrra partinum? þetta er bein afleiðing af efninu; og þó má segja um þennan fyrri part, að í honum hafi sira V. óbeinlínis »kveðið Jesú Kristi dýrðlegt sigurhrós«. Hin ísl. þjóð þakkar óefað i einu hljóði síra V. fyrir fyrri part Biflíuljóð- anna og bíður hins síðara með eptirvæntingu. Sömuleiðis á herra Sig. Kristjdns- son hinar beztu þakkir skilið fyrir, hve fljótt og vel hann hefur komið Biflíuljóð- unum á prent; útgáfan er í alla staði prýðileg. Margt af því, sem Bókmenntafjelagið hefur gefið út, mun fyrnast, en Biflíu- ljóð síra Valdimars munu geymast á vörum og í hjörtum kristinna íslendinga og, er tímar líða, skipa sæti við hliðina á Passíusálmum Haflgríms Pjeturssonar í bókmenntum vorum 6/2 '91 ■ Haraldur Níelsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.