Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 11
umræðu og stungið upp á að hækka hann. I sjálfu sér eru hval- veiðarnar reyndar ágætur skattstofn, og verður það því að teljast mjög miður farið, að stjórnin hefur ekki fyrir löngu lagt fyrir al- þingi áreiðanlegar skýrslur um, hve háan skatt þær gætu þolað samkvæmt reynslu annarra þjóða, svo að upphæð skattsins hefði þegar verið ákveðin eins og hún er nú. En sú aðferð, að breyta skattinum og hækka hann ár eftir ár, gerir atvinnuna ótrygga, og það hefur mjög óheppilegar afleiðingar og verður síður en ekki til þess að laða atorkusama dugnaðarmenn til þess að ráðast í önnur ný fyrirtæki í því skyni að hagnýta sér auðsuppsprettur landsins. Eins og löggjöf hvers lands yfirleitt á að vera þannig háttað, að festa sé í henni og ekki verið að breyta henni dag frá degi, eins á þessi regla í enn frekara mæli við um skattalög, sem ekki á að breyta nema eftir hinar gagngerðustu rannsóknir og íhuganir. En um þetta hafa menn ekki skeytt, þegar önnur deild þingsins síðasthðið sumar horfði ekki í að samþykkja svo mikla hækkun á hvalveiðaskattinum, að hann ferfaldaðist, án þess að hafa nokkrar líkur við að styðjast fyrir því, að þessi atvinna, sem þó er svo þýðingarmikil fyrir landið fjárhagslega, yfir höfuð gæti þolað þessa feikna skatthækkun, sem eflaust mundi hafa orðið þess valdandi, að menn hefðu flutt hvalveiðastöðvarnar burt úr landinu. Praktiskar ástæður mæla þannig fyrst og fremst með því, að leggja ekki toll á nýjar vörutegundir, en reynist það nauðsynlegt að fá auknar tolltekjur, — þá að hækka heldur gömlu tollana. Ölskatturinn er á íslandi lægri en í Danmörku, og skatturinn á vínföngum og tóbaki er lika lægri en í ýmsum öðrum löndum. Og loks er hægt að fá stórmikinn tekjuauka með því að hælcka kaffi- og sykurtollinn, sem nú nemur meira en helmingi af öllum tolltekjum landsins. Að vissu leyti yrði það að teljast miður farið, ef grípa þyrfti til slíkrar tollhækkunar, af því að sá tollur kemur sem skattur ekki niður á menn í réttu hlutfalli við skattþol þeirra. En af praktiskum ástæðum verða menn þó langtum fremur að kjósa það, heldur en t. d. toll á vefnaðarvöru, sem reyndar heldur ekki mundi koma sérlega réttlátlega niður. Sú mótbára gegn hækkun hinna eldri tolla, að það mundi um of leiða menn í freistni til að fremja tollsvik, er naumast mikils virði, að minsta kosti ekki að því er kaffi- og sykurtollinn snertir. En auk þess að menn verða að taka tillit til þess við skipun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.