Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 69
229 myndir manna eru mjög á reiki um þau efni. Svo koma kaflar um námsgreinir þær, er höf. ætlast til, að séu kendar í hinum fyrirhuguðu lýðháskólum hans. Þar er mikið málskrúð og miklar málalengingar — hálflýriskt fimbulfamb á sprettum. Höf. er dálítill »lyriker« — og er blærinn óþarflega lýriskur á sumum köflum. Höf. er allra manna fróð- astur um íslenzkan kveðskap, bæði að fornu og nýju, enda ber bókin ótvíræð merki þess. En ég sé ekki hvert erindi allur þessi versasægur á inn í bókina, annað en lengja hana. í’essir kaflar eru um móður- málskenslu, sögu, landafræði og náttúrufræði. í’ar er mergurinn málsins sá, að alstaðar á að byija kensluna á því, sem næst er og færa sig svo upp á skaftið. Sögukenslan sé byijuð á því, »að fræða æsku- lýðinn um nútíðarástand þjóðarinnar«. Síðar kemur saga lands og lýðs. Landafræðin á að byija á því, að fræða börnin um land sitt og þjóð, og náttúrufræðin á fremur að kenna íslenzkum börn- um »að þekkja túngrösin en pálmskógana«, »húsdýr vor og fugl- ana, sem flögra kringum bæinn, en dýr og fugla, sem aðeins hafast við í öðrum álfum« o. s. frv. í’á er um reikning og teikn- ing, handavinnu, leikfimi og íþróttir og söng. f’á kemur kafli, er höf. kallar »Kristindómsfræðslu«. Mér lék mest forvitni á að lesa þann hluta bókarinnar. Þar hafa höf. verið mest mislagðar hendur, enda hefur norðlenzku prestunum líkað þessi kafli bókarinnar hið bezta. Hann gæti líka sem bezt verið saminn af einhverjum þeirra. Hann getur þess í upphafi málsins, að úti í heimi sé nú háð hörð rimma um, hveijir eiga að hafa kristindómskensluna á hendi, heimilin, skól- amir eða prestamir. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að lýðskólarnir eigi að gera það á íslandi, en færir mjög óljós og óskýr rök fyrir máli sínu. Hann getur þess, að hjá oss sé engin barátta milli ríkis og kirkju, prestarnir frjálslyndir — höf. er mikill prestavinur, að því er séð verður — og trúarágreiningur lftáll. Enginn hörgull verði á kenn- urum, er geti ekki með góðri samvizku tekist trúarbragðakensluna á hendur, sökum trúarskoðanna sinna. Engu minni vandi að kenna trúbrögð, en reikning, náttúrufræði og þess konar. En höf. fer í flæm- ingi undan aðalspurningunni, smeygir sér í ótal bugðum og krókum og hlykkjum fyrir ofan og neðan kjarna málsins, fer í kringum, eins og »den store Bojgen« í Peer Gynt réð til. Aðalspurningin er, hvort trú- bragðakenslan sjálf sé svo nauðsynleg andlegum þroska og. andlegum þrifum, að ríkið eigi að sjá fyrir henni, og hvort það eigi að láta kirkjuna hafa hönd í bagga með skólum. Hvort það geti ekki innrætt börnum sínum siðgæði án trúbragðakenslu. Hvort það sé réttlátt, að ríkið hlynni þannig að einni trú fremur en annarri. Hvort það væri ekki réttast, að foreldrarnir væri látnir sjá bömunum fyrir kristindóms- kenslu, eftir því sem þeir sjálfir vildu, en leggja engar skyldur á þá í því efni. Um tillögur höf. um tilhögun á kenslunni skal ég geta þess, að hann ræður til, að hætt sé utanbókarkenslunni á Kverinu og styður sig þar við Sigurð kennara Jónsson og Jónas prófast á Hrafnagili. Hann gætir þess, að fara hvergi feti lengra en prestamir. í stað þess vill hann láta hana vera fólgna í bibíulestri. En hér kemur eitt til greina, er verður ekki hlaupið yfir. Höf. segir sjálfur á bls. 119: »Varla ætti að þurfa að taka það fram, hve rangt það er, að láta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.