Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 41
201 guði, sem var ekki meiri en margir aðrir. Og það þurfti eins eða tveggja1 engla við til að velta steininum frá gröf hans. Það er og til marks um uppreistaranda þeirra, að þeir deilast í fjölda flokka (Celsus telur 8), er allir hafa hinn versta munnsöfnuð hver um annan, og staglast allir á þessu: Heimurinn er krossfestur vegna vor og ég vegna hans.2 En þó að gildar sannanir að kristindóminum vanti, væri samt hugsanlegt, að hann geymdi ný og mikilvæg sannindi. Celsus sýnir rækilega fram á, að þessu sé ekki þannig farið. Hann getur þess í innganginum, að kristilegur siðalærdómur sé ekki »nein ný eður háleit kenning«. Alt gott í henni megi finna hjá heimspekingum Grikkja. þar sem kristnir menn kenni t. d., að menn skuli ekki launa ilt með illu, heldur bjóða hina kinnina, þá er það aðeins klunnaleg endur- tekning á því, er Sókrates hefur orðað miklu betur í Kríton Platóns (10. kap.). Hann telur upp margar meginkenningar kristilegrar trúar, er hann kveður gríska spekinga hafa sagt miklu betur, »án þess að þeir ógni með guði eða guðssyni, einkum Platón, er hvorki gortar né skrökvar, að hann hafi uppgötvað neitt nýtt né að hann komi sem boðberi af himnum ofan, heldur gerir grein fyrir, hvaðan hann hefur kenningar sínar«. Djöflakenningin er heimskuleg rangfærsla á ummæl- um grískra skálda og hugspekinga um baráttu í tilverunni og stríð milli guðanna. Ef djöfullinn vinnur svo mikið mein, þá væri guði sæmra að refsa honum en að hafa hótanir í frammi við þá, er hann dregur á tálar. Jafnvel sum smáatriði eru tekin frá Platón, svo sem orðin um, að auðmanninum veiti erfiðara að verða sælum en úlfaldanum að kom- ast gegnum nálaraugað. Hann (Platón) segir, að miklir auðmenn geti ekki verið góðir menn og því ekki gæfumenn (Lögin V, 12). Kenn- ingin um eilíft líf er líka runnin frá hugmyndum fornmanna um Elýsíum og lýsingu Platóns (í Fædón) á »hinni hreinu jörðu«. Heimsköpunar- fræði kristinna manna er og full af verstu fjarstæðum. Hvernig er hægt að tala um sköpunardaga, áður en sól og tungl urðu til? Hví iðraðist guð verks síns, er það kom í ljós, að mennirnir vóru vondir og vanþakklátir, og hatar sköpunarverk sín og hótar að eyða þeim? Hvernig gat guð orðið þreyttur á sjöunda degi, eins og einhver iðn- aðarskussi, er hefur ofreynt sig og þarfnast hvíldardags til að ná sér aftur. Slíkt sver sig algerlega í ættina við ruddalegt manngyðishugtak þeirra. Hvemig er hægt að tala um munn og rödd og hendur guðs eða þá, að guð hafi skapað manninn, líkama mannsins, í líkingu sinni? Ef menn fyrir hvern mun vilja halda, að guð hafi sent anda sinn niður á jörðina, hví atti hann þá að leggja leið sína um svo saurugan stað sem konukvið ? Guð var þó enginn viðvaningur í að skapa manns- líkami án þess að grípa til þess konar úrræða. Og »ef guð loksins vildi frelsa mannkynið frá því illa, er hann rankaði við sér eftir langan dvala, hví sendi hann þá anda sinn í einstakan afkima, en ekki í marga líkami úti um víða veröld?« 1 Á við það, að Mattheusi og Markúsi, er geta eins engils (Angelos = sendi- boði) við gröfina, ber ekki saman við Lúkas og Jóhannes, er nefna tvo. 2 Galatabréfið 6, 14. I’etta er hið eina, er Celsus sneiðir beinlínis að Páli, eins og Órígenes segir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.