Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 15
«75 Slíkar hugleiðingar, sem á alþingi einkum bryddi á til varnar kartöflutollinum, geta nú aldrei leitt til annars eða meira, en að verndartollurinn sé lagður á um lítinn og fyrirfram takmarkaðan árafjölda, unz skrið væri komið á framleiðsluna. En þótt menn að vísu verði að játa, — svo framarlega sem það er rétt, að hægt sé að rækta kartöflur á Islandi jafnódýrt eins og að flytja þær að frá öðrum löndum —, að kartöflutollurinn sé sá af öllum verndar- tollum, sem einna skynsamlegastar ástæður verða færðar fyrir, þá er samt heldur ekki hægt að mæla með því, að menn jafnvel fyrir þá skuld grípi til slíkra úrræða. í fyrsta lagi sýnir reynsla annarra þjóða, að menn láta aldrei við það lenda, að tollverndin verði aðeins til bráðabirgða; og í annan stað er það miður viður- kvæmilegt — ef það er að kenna skorti á framtakssemi og dugn- aði, að kartöfluræktin er svo lítil — að láta þann hluta þjóðar- innar, sem kartöflurnar kaupir, borga þær hærra verði til hagnaðar fyrir þá duglausu og miður atorkusömu bændur, sem ekki fást til nema fyrir aukaborgun að gera það, sem er sjálfum þeim í hag. Pá er það langtum tneira viðunandi og langtum haldbetra, að taka fyrir meinið frá rótum: að reyna að gera þjóðina duglegri og atorkusamari með aukinni mentun og aukinni fræðslu. Og þyki mönnum þetta allsherjarlyf máske verka nokkuð seint, þá mætti í nokkur ár borga nokkrum praktiskum mönnum fyrir að ferðast um sveitirnar, til þess að fræða menn um, hvernig fara eigi að því, að rækta kartöflur sérstaklega, segja mönnum, hve mikið megi græða á því, koma skipun á söluna og þvíuml. Pótt full nauðsyn mætti virðast á slíkum ráðstöfunum, eftir þeim skýringum að dæma, sem fram komu við umræðurnar um kartöflutollinn, þá urðu menn ekki varir við neinar fjárveitingar til þess konar á síðasta þingi, sem þó hafði orð á sér fyrir að vera afarhlynt landbúnaði. Aftur á móti hefur sama þingið, til þess að greiða fyrir mentun lög- fræðisembættismanna, samþykt að stofna lagaskóla, sem — þar sem vart mun vera þörf á rneiri viðbót en einum lögfræðingi annaðhvort ár — mun gera kostnaðaraukann við að útvega sér þá hér um bil 15,000 kr. meiri fyrir hvern þeirra. Þetta er greini- legur vottur um það hóflausa gildi, sem vér áður gátum um, er menn á íslandi álíta að embættisstéttin hafi, og hörmulegt dæmi þess, hve mjög skortir á fullan skilning á nauðsyninni á að beita sér öllum til þess, að greiða úr þeim málum, sem eitthvert gildi hafa fyrir alla alþýðu manna, betri mentun hennar og einkum að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.