Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 20
i8o
En þaö hið hógláta hróður er snóta,
Hugblíðar augnabliks blómin þær brjóta,
Viðgang með aðhlynning veittan fá þeim;
Frjálsari’ en maður, þó fjötrist við iðju,
Fjáðari en hann er í þekkingar miðju,
Eður í skáldheimsins ómælis geim.
Mannsins ströng og stórlát vera,
Stríðlynd, sjálfbirg þekt ei fær
Guða-sælan ástar unað,
Er við hjarta hjarta slær,
Eigi skiftin: sál mót sálu, —
Sízt í tárum flóir hann;
Enn þá frekar eðlisharðan
Æfistríðið herðir mann.
En svo sem Vestanblær andhægur tekur
Eóls1 í hörpuna og strengjahljóm vekur,
Mjúklyndrar kvennsálar merkin sjást glögg;
Bölmyndir viður sig brjóstgæðin sýna,
Barmurinn lyftist og himinbjört skína
Augun með tindrandi táranna dögg.
Manns um víðfelt rúmsvið ræður
Réttur styrkleiks, hvergi dæll;
Skýþinn2 alt með sköfnung sannar,
Skelfdur Persinn verður þræll.
Viltar girndir voðagrimmar
Vegast á í styrjar þraut;
Lætur Eris3 þjóströdd þruma
Bar sem Karis4 flýði braut.
En fyrir árnað til ófriðar þrota
Ofrað fá konurnar siðanna sprota,
1 Eóls-harpa = vindharpa; dregur nafn af Eól (Eólos) vindaguði.
2 Skýþar vóru siðlaus þjóð (barbarar).
3 Eris, þrætugyðjan.
4 Karis, þokkagyðjan.