Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 42
202
Ef guðsandi tekur sér bústað í einhverjum líkama, ætti það að
sjást á útliti hans. En nú segja kristnir menn sjálfir, að Kristur hafi
verið óálitlegur og herfilegur ásýndum. Öll kenningin um guðsson er
ekki annað en misskilningur á orðum gamalla hugspekinga, er höfð eru um
heiminn, sem guð hefur skapað, til að tákna guðdóm hans. Kristnir
menn segja raunar, að mennirnir myndu ekki hafa kannast við guð,
ef hann hefði ekki gert sig áþreifanlegan skynfærum vorum. »En slíkt
er ekki mál mannsins né sálarinnar, heldur holdsins. Heyri þeir þá,
blauðir menn og holdlegir, ef þeir annars fá nokkuð skilið: Því að eins
fáið þér séð guð, að þér skjótið loku fyrir skynfæri yðar, og horfið
upp á við í hug yðar, og að þér hverfið frá holdinu og ljúkið augurn
sálar yðar upp. Og ef þér leitið leiðtoga á þeirri leið, verðið þér að
forðast táldræga trúða, er halda að yður skuggamyndum, svo að þér
verðið yður ekki til athlægis með því að smána þá guði sem svipi, er
gerðir eru sýnilegir, en sjálfir tignið þér þann, sem í rauninni er miklu
vesælli en svipur og jafnvel ekki svipur framar, heldur liðið lík«. Vitnis-
burðir spámannanna, er kristnir menn eru altaf að vitna í, eru einskis
virði. »Margir ónefndir menn láta eins og spámenn, og það þótt það
sé ekki nema nauðalítil átylla til, bæði í helgidómum og utan þeirra,
og stundum fara þeir um sem förumenn og sækja heim herbúðir og
borgir. Hafa þeir þá alt þetta á hraðbergi og eru vanir að þykjast
miklir af: Ég er guð eða guðssonur eða guðlegur andi. Ég er kom-
inn af því að heimslok eru í nánd, og þér, menn, eruð glataðir sakir
misgerða yðar. En ég skal frelsa yður og þér munuð sjá mig koma
aftur með himnesku veldi. Sælir eru þeir, sem ákalla mig. Á alla
aðra mun ég slöngva eilífum eldi, bæði menn og lönd og borgir. í’eir
skulu árangurslaust iðrast og andvarpa, er ekki kannast við hegningu
þá, er þeir eiga í vændum, en þá, sem hafa trúað á mig, skal ég
varðveita um aldur og æfi. í’egar þeir hafa látið sér þessar ógnanir
um munn fara, bæta þeir við óljósum, vitlausum og öldungis óskiljan-
legum orðum, er jafnvel hinn vitrasti maður botnar ekki vitund í. Svo
marklaus og óskýr eru þau. En þau gefa hverjum heimskingjanum
eða spjátrungnum algerlega fijálst svigrúm til að tileinka sér það, er
þeim þykir eitthvað varið í«.
Að lokum leitast Celsus við að færa kristnum mönnum heim
sanninn um, að það sé ekki svo afskaplega stórvægilegt, er þeim og
heiðingjum beri í milli. Kristnir menn hafna goðalíkneskjum. í’að
gera líka önnur trúarbrögð, svo sem trúarbrögð Persa, og enginn skyn-
samur maður gerist framar sekur um að hafa hausavíxl á goðalíkneskju
og guði sjálfum, sem Heraklít hefur átalið fyrir löngu. Auk þess halda
kristnir menn sjálfir, að guð hafi skapað manninn í líkingu sinni. Jafn-
vel þó að þeir haldi, að líkneskjurnar séu ekki ímynd guðanna, heldur
andanna, hver skaði er svo í því að ákalla andana? I’eir hafa þó af
guði fengið hver sinn hluta mannlífsins til umráða, og úr því að kristnir
menn vilja lifa hér í heimi og þiggja gjafir andanna, hví þá ekki gera
þeim þakkir fyrir þær?
Þar sem þeir segja, að enginn kunni tveimur herrum að þjóna,
þá sýnir það aðeins sérhneigingar þeirra. Guð er ekki svo smásmug-
ull, að hann reiðist því, að menn heiðri undirgefna þjóna hans. í’eir