Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 52
212 Hitt er annað mál, hvort allir séu jafnánægðir með skipun hinnar nýju stjórnar. Pví fer fjarri, að svo sé, enda mun enginn hafa við því búist, að allir gætu orðið sammála um það atriði. Hyrningarsteinninn undir skipun stjórnarinnar er ráðherravalið og að vissu leyti er engin ástæða til að vera óánægður með það, hvernig sá steinn var lagður. Miklu fremur er full ástæða til að lýsa almennri ánægju yfir því, þar sem ráðherrann var að því leyti valinn samkvæmt þingræðisreglunni, að hann var tek- inn úr þeifii flokki, sem hafði meirihluta á þingi. Að vísu var alllangt vikið frá þingræðisreglunni eftir því sem hún tíðkast í öðrum löndum, þar sem gengið var fram hjá foringjum flokks- ins (sýslumanni Lárusi H. Bjarnason og landshöfðingja Magnúsi Stephensen), en í þeirra stað tekinn lítt reyndur nýgræðingur í pólitík, sem aldrei hatði sýnt neina forustuhæfileika. En um þessi afbrigði frá þingræðisreglunni verður stjórn Dana, sem valinu réð, eiginlega ekki sökuð, heldur liggur sökin þar eingöngu hjá þeim þingflokki, sem gat ráðið valinu, en seldi stjórninni algert sjálf- dæmi og gaf henni engar aðrar leiðbeiningar en þær, að hann óskaði, að ráðherrann yrði valinn úr meirihlutanum, — sem auð- vitað var algerlega óþarft að taka fram. Danska stjórnin hafði því fullkomlega frjálsar hendur til að taka þann manninn úr meiri- hlutanum, sem hún hafði ástæðu til að ætla að yrði sér þægastur, enda er það nú þegar fram komið, að henni hefur ekki skjátlast mikið í að hitta þann rétta í því tilliti. í*á kunna menn og að segja, að sá galli sé á ráðherravalinu gagnvart þingræðisreglunni, að meirihlutinn, sem standi á bak við hann, sé mjög ósamkynja, sumpart íhaldsmenn (mestur hluti hans) og sumpart framsóknarmenn (nokkur hluti hans). En á þessu á danska stjórnin heldur enga sök, heldur þingflokkurinn, sem vilt hefur henni sjónir, svo að hún hlaut að skoða allan flokkinn sem íhaldsflokk, og að nokkru leyti kjósendurnir, sem annaðhvort hafa líka látið villa sér sjónir við síðustu kosningar eða þá ekki látið fulltrúa sína hafa nægilegt aðhald með tilliti til þess, hvers konar stjórn þeir ættu að styðja til valda. Pað verður því eigi betur séð en að danska stjórnin hafi — með þeirri takmörkuðu þekkingu, sem hún átti kost á — gert sér far um að fylgja þingræðisreglunni við ráðherravalið, og þar sem sá þingflokkur, sem stendur á bak við hina nýju stjórn, hefur í stefnuskrá sinni lýst því yfir, að þingræðið sé eitt af aðalatriðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.