Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 75
235 Annar þáttur fer fram á Englandi í höll og hallargarði Aðalráðs konungs ráðlausa í Lundúnum. Gunnlaugur hefur fengið afarmikið gengi hjá konungi bæði fyrir kvæði sín og hraustlega framgöngu. Hann hefur friðað danska víkinga þar í landi. En Hrafn beitir brögðum til að fá víkingana til að gera uppreist og notar til þess finska seiðkonu, er Katla heitir og er ambátt hans. Er það gert til þess að tefja fyrir brottför Gunnlaugs. Hann er staðráðinn í að fara heim til íslands, með því 3 ár eru nú næstum liðin, og halda honum engin bönd. En konungur vill fyrir hvern mun halda honum, því hann treystir honum einum til að berja á hinum dönsku víkingum. Konungssystir, Ogive, hatar Gunnlaug, af því hann hefur hafnað blíðu hennar og metið Helgu meira og talið hana fegurri. Bera þau Hrafn og Ogive nú ráð sín saman og tekst þeim að fá konung til að sverjast í fóstbræðralag við Gunn- laug og láta hann (G.) ekkert vita um uppreist Dana fyr en það er um garð gengið. Þetta dugir, því fóstbræðraeiðurinn er svo helgur, ásamt heitinu um að styðja hvor annan og ekki skilja, er í nauðir rekur, að Gunnl. þolir ekki að honum verði núið því í nasir, að hann hafi brotið þann eið og skilist við sinn tigna fóstbróður, kon- unginn, einmitt þegar honum lá mest á. Hann verður því kyr, vinnur sigur á vík- ingum, en verður sár og liggur lengi í sárum. Hann gerir orð til íslands um hvað hefti för sína, en skipið, sem orðsendinguna flytur, ferst í hafi. Hrafn fer þegar út til íslands, er Gunnl. er kyrsettur, biður Helgu og segir Gunnlaugs ekki von, því hann sé í þingum við konungssystur á Englandi. í’riðji þáttur fer fram á Borg og er þar lýsing á brúðkaupi þeirra Hrafns og Helgu og ýmsu í sambandi við það. Gunnl. kemur þangað rétt eftir að búið er að gefa þau saman í kirkjunni (af í’angbrandi ?). Gunnl. gefur Helgu í brúðargjöf skarlatsskikkju, sem Aðalráður hafði gefið honum. Hann skorar á Hrafn til hólm- göngu, en fær þá að vita, að hólmgöngur séu afteknar með lögum, með því þær þyki ekki hæfa í kristnum sið. Stefnir þá Gunnl. máli þeirra til alþingis og vill fá vígslu Hrafns og Helgu ónýtta og sér dæmda konuna. Fjórði þáttur fer fram í seli Hrafns. Kemur hann af þingi og segir Gunnl. hafa fallið á málinu, því Þangbrandur hafi vitnað á móti honum og lýst bölvun kirkjunnar á því, ef þetta fyrsta brúðkaup í kristnum sið væri rofið, enda Gunnl. brostið sannanir fyrir því, að það hafi verið honum ósjálfrátt, að hann kom ekki heim í tæka tíð. Verður nú senna milli þeirra hjónanna, Hrafns og Helgu og batnar ekki um, er Katla gloprar því fram úr sér í ölæði, hverjum brögðum Gunnl. hafi verið beittur á Englandi. Hrafni er nú sagt, að honum hafi verið reist níðstöng á Borg og fer hann af stað þangað. ]?á kemur Gunnl. í selið og segir Helga honum svikin við hann á Englandi og biður hann taka við sér. Flýr hann þá með hana út í þormóðssker og bíður þar sektardóms. Fimti þáttur fer fram á þormóðsskeri. Gunnl. er þá kominn í sekt og lifa þau Helga þar á sjófangi. þar kemur Björn Breiðvíkingur á drekaskipi frá Hvítra- mannalandi og gefur Gunnl. skip sitt, en sezt sjálfur að á íslandi. Síðar kemur Hrafn þar (með föður sínum, bróður og Kötlu) og býður Gunnl. hólmgöngu. Verður Hrafn sár tll ólífis, en Gunnl. skeinist lítið eitt; en Katla hefur roðið sverð Hrafns eitri, svo skeinan reynist hættulegri en á horfðist í fyrstu. ]?á kemur þar þorsteinn Egilsson með liðsafnað og ætlar að taka Gunnl. höndum, en hann grípur þá Helgu í fang sér og ryðst með brugðnu sverði gegn um mannþröngina út á dreka sinn, heggur á festar og lætur frá landi. Tekur nú eitrið að verka og álítur hann þá snjalla^t að gera bálför þeirra Helgu að fornum sið með því að bruna á brennandi dreka til hafs og kveykir því í drekanum. Verður Hrafn sjónarvottur að þessari bálför þeirra Gunnl. og Helgu í andarslitrunum og deyr svo í örmum Kötlu vinu sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.