Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 68
228 eða gæfu eða veraldarvöldum sjálfum sér lil handa — og það á kostnað annarra manna og ef til vill aldrei vikið öðru góðu að þeim, en þeir vóru nauðbeygðir til og þeim staðið á sama um farsæld þeirra. Al- menn meðvitund telur nærsýna menn og heymardaufa ekki ómentaðri, þótt þessir brestir séu á ráði þeirra. Hún telur engan mentaðan, þótt hann sé afburðamaður að handlægni, mesti völundur og dverghagi á tré og jám og dýra málma, frábær fimleikamaður, ramur að afli og frár á fæti, í stuttu máli, hið bezta að líkamsatgerfi búinn, ef hann hefur litla eða enga bóklega þekking eða skilning á andlegum efnum. En hins vegar kallar hún menn mentaða, þótt þeir hafi engan þessara kosta til að bera. Hún telur þá ekki mentaðri að öðru jöfnu. Hún játar auðvitað, að þetta séu miklir kostir og merkilegir, en tilfærir þá ekki í mentunardálknum. Hún segir, að þeir séu fj ölhæfari en hinn, er aðeins hefur andlegu þekkinguna, en ekki, að þeir séu mentaðri. Eftir skoðun höf. ætti sá að vera mentaðri, að öllu öðru jöfnu, er rit- aði fegri og skýrri rithönd, en granur leikur mér á, að sumum myndi koma slíkt kynlega fyrir sjónir. Af þessu er auðsætt, að höf. skilur annað við mentun en almenn meðvitund gerir. Vafalaust er honum það ljóst, en betur hefði farið á, að hann hefði fyrst rannsakað hugtak almennings, hvað menn al- ment skilji við mentun og sýnt svo fram á, að heppilegra væri að skilja annað við hana. I’að er og dálitið varhugavert, að kasta al- mennum hugtökum um einhver efni þegjandi fyrir borð, en velja í þess stað önnur af handahófi. Hinn heiðraði höf. hefur sjálfsagt lesið and- ríka og ágæta bók, er heitir »Begrebet Moral« eftir N. H. Bang. Þar er sýnt og sannað, að sumir ágætustu siðfræðishöfundar hafi flaskað á því, þar á meðal Höffding kennari hans, að þeir hafa kosið sér sið- gæðishugtak (Moralbegreb) af handahófi, oft og einatt laust og óákveðið, en ekki gert sér grein fyrir, hvert siðgæðishugtak almennrar meðvit- undar var. En þeim hefur ekki gengið greitt að losa sig við það. Því hefur skotið upp hvað eftir annað í hugsun og riti, vakið óskýrleik og raskað öllum reikningum. Hér er ekki rúm til að rannsaka, hvemig farið hefur fyrir höf., en ekki þykir mér örgrant um, að hið almenna mentunarhugtak sé á kreiki í bók hans, þótt mjög lítið beri á. Svo er og annað, er athuga þarf. Tolstoj segir réttilega (í bókinni »Om Livets Betydning«); »Málið er eina færið til að koma á andlegum samvistum meðal mannanna. Ef menn því nota orðin í belg og biðu og láta þau þýða, hvað sem þeir vilja, þá geta menn eins vel hætt að tala og notað fingramál«. Það er einmitt það, að það veldur glundroða og ringulreið, ef einn hefur sömu orðin í þessaii merkingu, en annar í hinni. Vitaskuld er óþarfi að villast á, hvað höf. skilur við mentun. En ef sumir skilja við hana sama sem hann, en aðrir hið vanalega, er auðsætt, að slíkt getur valdið óskýrleik, bæði í ræðu og riti. í þessum kafla er langt mál um nytsemi mentunar. Hefði það mátt vera styttra, en verið betra að veija lengri tíma til að rannsaka, hver mentun væri lífinu þörfust, hefði mest »notagildi«, eins og höf. kemst að orði, t. d. hvort nauðsynlegri væri náttúrafræðiskunnátta eða málaþekking, hvort betra væri að kunna ensku eða latínu, hver þessara tveggja tungna hefði tiltölulega mest gildi o. s. frv., því að hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.