Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 48

Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 48
208 Pað er og margt skylt með þeim Celsusi, og það í einstökum atriðum, svo sem þegar sýnt er fram á mótsagnir í frásögunum um upprisuna. Pað eru og margar ágætar athugasemdir gerðar við þjóðsögur gamla testamentisins. »Meðhjálp« Adams varð ógæfan hans. Höggormurinn var í rauninni góðgerðamaður hans, en guð öfundsjúkur, er hann vildi ekki, að mennirnir kynnu »greinar- mun góðs og ills« og lifðu að eilífu. Sögunni um Babelsturninn er líkt við Alóadana í Hómer, er ætluðu að gera áhlaup á him- ininn, og slíkt kallað barnaleg tilraun til að skýra mismun tungn- anna, er hljóti að móðga guð. Andspænis ruddalegri manngyðis- kenningu þessara eddusagna er skipað fagurri lýsingu Platóns á heimsskapnaðinum. Andspænis þröngsýnum og þóttafullum hugar- burði um úrvalning Gyðingalýðsins miklu háleitari platónskum skilningi á guði sem sameiginlegum allra föður og konungi. Tug- um þúsunda eða — til að gera kristnum mönnum það til geðs — þúsundum ára saman hafði guð látið alheim eiga sig og vaða í villum myrkranna til að taka að sér litla þjóð, er fyrir tæpum tveim þúsundum ára tók sér bólstaði í nokkrum hluta Gyð- ingalands. En annars verða menn að játa, að hann hefur búið Grikki hið bezta í öðrum efnum. Hvað hefur eftirlætisgoðið hans, Gyðingaþjóðin, á móts við vísindi og bókmentir Grikkja, hugspek- inga og stjórnmálamenn. Vér rekumst líka aftur á árásirnar á kenninguna um upprisu holdsins, fórnarhræðslu kristinna manna, þótt þeir væru ósparir á fórnir í gamla testamentinu, ákall þeirra á Krist, jafnhliða einum guði, er gamla testamentið birtir og boðar,1 og á sambandið við gyðingdóminn. Skipunum hans hlýði kristnir menn ekki, þótt þær séu kallaðar guðsboð og þó að Kristur að eigin sögusögn væri kominn til að fullkomna lögmálið. Par er og veizt að rangfærsl- unum á spádómunum og þær ræddar rækilega, athugasemdir Celsusar við kristilegt siðalögmál endurteknar ásamt fleirum smá- atriðum. Tíu boðorðin eru tilfærð og þess getið, að þau séu sameiginleg með öllum þjóðum, þeirn er nokkurn veginn eru sið- aðar, nema hvíldardagsboðorðið, er Kristur hafi numið úr gildi, og boðorðið um einn guð, er sýni, að guð þeirra sé mjög afbrýðis- 1 Úr Matth. 28, 19 er þetta tilgreint til að sanna fjölgyði þeirra: »Farið og gerið allar þjóðir að lærisveinum og skýrið þær í nafni föður, sonar og heilags anda«.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.