Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 67
227 það eru ekki allir, sem hafa ráð á að bíða eftir því né heldur vilja til þess. En herra Sigurður Kristjánsson hefur hér sem oftar sýnt, að hann lætur sér annara um, að þær bækur, sem hann gefur út, séu gróði fyrir bókmentir vonar og verði þjóð vorri að gagni, en að þær gefi honum fljóttekinn arð í eigin vasa, og er ekki nema skylt að slíkri ósérplægni sé haldið á lofti og hennar minst með þakklæti. V. G. GUÐM. FINNBOGASON: LÝÐMENTUN. Hugleiðingar og til- lögur. Akureyri 1903. Bók þessi hefur getið sér óvenjulega góðan orðstír á íslandi. ísafold og þjóðólfur og Norðurland hafa sungið lofið í þrísöng um hana. Og »Matthías vor á vængjum þöndum« reif sig upp úr öllu valdi, er hann söng henni dýrðina í Norðurlandi. En af því að góð- skáld vort hleður svo tíðum lofkesti á menn og bækur, þá er hól hans ekki í svo háu verði sem vænta mætti. — En ég held, að það sé ekki ofsagt um bók þessa eða ofdjúpt tekið í árinni, að hún hefði óvíða hlotið slíka frægð sem heima á voru fámenna, fátæka og afskekta Fróni. Fyrsti kafli bókarinnar er um mentun. Fléttar höf. þar inn í ýmsum fróðleik úr sálarfræði. Fer þó auðvitað fljótt yfir sögu og nokkuð á víð og dreif. Svo leitast hann við að skýra og ákveða, hvað mentun sé. Kveður það alefling allra krafta, bæði andlegra og líkam- legra. Hann tilfærir því í þessum dálki ýmislegt, er almenn meðvitund mun ekki kannast við, að eigi þar heima, svo sem þefvísi, bragðnæmi, »líkama, er hlýðir vel boði sálarinnar og banni«, og siðgæði (»auð- vakið yndi og ástundun á því, er miðar að farsæld og fullkomnun mannkynsins, bæði í bráð og lengd«). Eftir því sem höf. hefur ákveðið hugtakið mentun, verður það sama sem fullkomleiki. En það er ekki í samræmi við hugtak hinnar almennu meðvitundár. Samkvæmt því verður mentun einn hluti fullkomleika, ekki allheijarkostur, er tekur yfir alla aðra mannlega kosti og þeir allir felast í, heldur einn kostur meðal margra annarra. »Að öllu öðru jöfnu tel ég þann mentaðri, sem hefur næmara nef«, segir höf. Almenn meðvitund vistar þann eiginleika annarstaðar. Hún telur engan mann mentaðri, þótt hann sé þefvís sem sporhundur. Ekki heldur, þótt hann sé bragðnæmur. Hún telur það ekki mentunarmerki, að einhver finnur fljótt óbragð að mat og kaffi. Hún gerir og greinarmun á siðferði og mentun og telur gott siðferði alls ekki einn hluta hennar. Menn segja góður maður og gáfaður, vænn maður og vel að sér eða vænn maður og mentaður. Menn geta sagt og segja — og flestir hafa víst heyrt þann dóm kveðinn einhvern tíma upp um einhvern mann —, að hann sé prýðilega gáfaður og mentaður maður, en mesti misindis- maður. Af þessu er auðsætt, að almenn meðvitund gerir greinarmun á mentun og góðri siðprýði. Hún telur það sitthvað, að hafa svo og svo mikinn forða bókvísi, þekkingar og vitsmuna að geyma og að hirða um hag og heill náungans, annað, að hafa gáfur þessar en hitt, að beita þeim bræðrunum til hamingju og farsældar. Hún hefur, ef til vill, rekið sig á, að sumir hafa að eins neytt þeirra til að safna gulli 15*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.