Eimreiðin - 01.09.1904, Blaðsíða 9
169
útgjalda, sem ganga til að auka embættismannafjöldann, sem
þó var harla mikill áður. fví minna sem þjóðfélagið er, því
hættara er við því, að embættisstéttin vaði uppi og verði drotn-
andi hjá þjóðinni, að óhæfilega mikil útgjöld gangi til hennar, og
einkum að hún sogi til sín óhæfilega mikinn hluta af beztu starfs-
kröftum þjóðarinnar til stórmikils hnekkis fyrir þær atvinnugreinir,
sem eiga að halda landinu uppi í efnalegu tilliti. Jafnframt lítur
svo út, sem mikil þörf sé á að gera þjóðina hæfa til að inna
praktisk störf af hendi; einkum nú, þegar svo mikið peningaafl er
fengið inn í landið, sem með nokkurri sannsýni verður krafist, er
það vafalaust það, sem mest nauðsyn er á, til þess að landið geti
tekið framförum, að reynt sé að hefja allan almenning til meiri
þroska, efla táp hans og starfsþrek og gera hann hæfari til að
fást við hrein og bein praktisk störf. Að þessu marki — bæði
að alþýðumentun yfirleitt og atvinnumentun í öllu því, er lýtur að
hinum tveimur aðalatvinnugreinum landsins, landbúnaði og fiski-
veiðum, ættu menn að beina öllum kröftum sínum núna fyrstu
árin, jafnvel þótt það kynni að verða þess valdandi, að menn yrðu
að fresta öllum stærri fjárveitingum til vitabygginga, hafnargerða
og brúargerða. Að vísu er vöxtur og viðgangur slíks þroska hjá
þjóðinni aðallega undir ýmsu öðru kominn en löggjafarvaldinu, og
íslendingum hættir víst við að gera altof mikið úr mætti löggjafar-
valdsins og stjórnarskrifstofanna til að efla atvinnuvegi landsins;
en það, sem unt er að gera, það á líka að gera; og stjórnarvöldin
geta að minsta kosti lagt fram það fé, sem þörf er á.
Skyldi það nú reynast nauðsynlegt, til þess að geta unnið að
þessu marki eða öðrum, að útvega landssjóðnum enn meiri reglu-
legar tekjur, þá yrði að ná þeim með tollum.
Auknar tolltekjur má fá með tvennu móti, annaðhvort með
því, að hækka þá tolla, sem fyrir eru, eða með því, að leggja
toll á fleiri vörutegundir en áður, Sú hugsun, sem komið hefur
fram á alþingi, að leggja toll á allar aðfluttar vörur, er næmi
nokkrum krónum af hverju hundraði af verðmæti þeirra, er vafa-
laust afaróheppileg. Vegna framleiðslunnar í landinu yrðu menn
þó að hafa önnur eins framleiðslumeðul eins og salt, kol og timbur
undanþegin tollinum, og af réttlætisástæðum yrðu menn að undan-
þiggja bæði korn og mjöl. En menn ættu að vorri hyggju heldur
ekki að fara þá leiðina, sem mönnum annars virðist geðjast bezt
að á íslandi, að leggja toll á fleiri vörutegundir, einkum vefnaðar-