Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 10

Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 10
IO þeim er svipað ástand eins og hjá oss. Hjá þeim er líka mjög strjálbýlt, þeir dreifðir yfir fjölda smáeyja og samgöngur fult eins örðugar eða jafnvel örðugri en hjá oss. Hve miklu verja þeir nú til embættiskostnaðar úr iandssjóði (ríkissjóði)? Samkvæmt fjár- lögunum dönsku eru það einar 27,000 kr. á ári. Par sem íbúa- talan er nú um 15,000 manns, verður embættiskostnaður Færey- inga úr landssjóði ekki nema kr. 1,80 á mann. En á íslandi nemur sá émbættiskostnaður, sem greiddur er beint úr landssjóði, rúml. kr. 5,54 á hvert mannsbarn á landinu (miðað við 79,000 íbúa). Og þó ber ekkert á því, að embættisrékstur fari í neinum ólestri á Færeyjum eða sé að neinu leyti lakari en hjá oss. Skyldi því ekki þessi stórkostlegi munur á embættiskostnaði þeirra og okkar geta stafað af því, að þeir séu ólíkt hagsýnni en vér? Jú, þessu er í sannleika þannig varið, og vér ættum ekki að láta okkur neina lægingu þykja að læra af þeim í þessum efnum. En hver ráð eru þá til að lækka þennan mikla embættis- kostnað? Pau að gera gagngerða breyting á embættaskipun landsins og fækka embættunum að miklum mun. Eví að vér getum ekki komist af með færri embættismenn, er bláber hégilja, gamall draugur, sem vér verðum að kveða niður sem allra fyrst. Hvernig þessari breytingu ætti að vera varið í einstökum at- riðum, verður þó ekki skýrt að sinni. Til þess þarf langtum meiri rannsóknir og athuganir, en sá, er þetta ritar, hefur nokkur tæki til að gera, enda eru slíkar rannsóknir verk landsstjórnarinnar, en ekki einstakra manna. Hér verða því aðeins settar fram nokkrar bendingar til athugunar fyrir kjósendur landsins, til þess að sýna, í hverja átt vér álítum að breytingin gæti stefnt. Fallist kjósend- urnir svo á þessar bendingar, eða aðalstefnu þeirra, kemur til þeirra kasta að krefjast þess af þingmönnum sínum, að þeir knýi stjórnina til að rannsaka og undirbúa málið og koma því í fram- kvæmd í lagaformi. Þegar vér lítum á I. flokkinn hér að framan, sjáum vér, að 79,300 kr. ganga til dómara og sýslumanna (I, 3). Af þeim ganga nú 13,800 kr. til að launa dómurunum í yfirréttinum, en hitt (65,500 kr.), gengur til sýslumanna og bæjarfógeta. Far við bætist svo ritfé bæjarfógetans í Rvík, 1,400 kr. (II, 4), svo öll upphæðin verður 66,900 kr. Er það nú víst, að nauðsynlegt sé að hafa svo marga sýslu- menn eða verja svo miklu fé til að inna þau störf af hendi, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.