Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 12
12 fylkinu, og voru þó íbúarnir 300,000 og landflæmið mikið til yfir- ferðar, eins og allir vita. Pó voru allir dómararnir til heimilis í höfuðstaðnum Winnipeg. Líkri skipun mætti nú að vorri skoðun koma á á íslandi. Skatt- og tollheimtuna mundu nógir fást til að taka að sér fyrir sama hundraðsgjald og sýslumenn nú fá (2 °/o), og henni þó verða eins vel borgið. Enda verða sýslumenn nú jafnaðarlega að fela öðrum mönnum meira eða minna af tollheimtu sinni. En svipað lögreglu- og dómsvald í smærri málum og friðdómararnir hafa í löndum Breta, mætti fela hreppstjórunum, enda samsvara frið- dómararnir brezku hreppstjórum hjá oss. Á svipaðan hátt er þessu og fyrir komið hjá Færeyingum, þar sem »sýslumenn« þeirra eru einskonar hreppstjórar, sem hafa bæði lögregluvald og nokkurt dómsvald í smærri málum. Og þessir sýslumenn hafa hingað til lengstum verið ólærðir menn, þó sumir þeirra séu nú farnir að afla sér nokkurrar lögfræðisþekkingar. Ef þessu væri þannig skipað, er ekki sýnilegt, að þörf væri á fleirum en 4 dómurum (eða sýslumönnum) á öllu landinu, ein- um í hverjum landsfjórðungi. Og færi þá líklega bezt á, að einn sæti í hverjum af hinum fjórum kaupstöðum landsins. Úr því að reynst hefur mögulegt að komast af með 1 dómara fyrir hverjar 75,000 manns í Manítóba, þá er ékki ósennilegt, að komast mætti af með 1 dómara fyrir hverjar 20,000 inanns á Islandi. Pað er ekki líklegt, að íslendingar séu svo miklu meiri óknyttamenn en Ameríkumenn, að 4 dómarar kæmust ekki yfir að dæma brot þeirra. Dómaskýrslurnar íslenzku virðast heldur ekki benda á þetta. Árið 1902 var tala sakamála á öllu landinu ekki nema 26, almenn lögreglumál 229, einkalögreglumál 35 og sáttamál 281. Öll sáttamálin og sjálfsagt hér um bil helmingur af lögreglumálunum mundu nú útkljáð af hreppstjórunum (friðdóm- urunum) og því aldrei koma til sýslumanna (dómaranna) kasta. Yrðu það þá 158 mál. sem kæmu í hlut sýslumanna, eða tæp- lega 40 á hvern þeirra. En jafnvel þó öll lögreglumálin lentu á þeim, svo að rúm 70 kæmu á hvern þeirra, virðist það engin ofætlun að anna þeim, ef þeir hefðu dómstörfum einum að gegna. En svo munu menn segja sem svo: IJað er ólíkt ástatt á íslandi og í Manítóba. Par eru samgöngur greiðar, en á íslandi mjög erfiðar. Látum nú þetta satt vera, þó að samgöngurnar séu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.