Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Page 16

Eimreiðin - 01.01.1905, Page 16
i6 Ef því hagsýni íslendinga væri meiri en þjóðardramb þeirra, ætti að leggja læknaskólann niður og verja því fé, sem til hans gengur til annarra þarfa. En vér búumst ekki við, að sú tillaga fái mikinn byr, jafnvel þó margir séu sannfærðir um réttmæti hennar. Pað mun ekki standa á því, að reyna að brennimerkja þá sem »óþjóðlega«, sem hug hafa til að halda slíku fram, og þá er nú ekki kjarkurinn meiri en svo, að flestir kikna í knjáliðunum og láta sannfæringuna lúta í lægra haldi. Vér sleppum því alger- lega að gera ráð fyrir þessum sparnaði á uppeldiskostnaði em- bættismanna, og það því fremur sem forkólfar þjóðfélagsins virð- ast dauðþyrstir í að auka þennan kostnað með stofnun lagaskóla, þó nú gangi eitthvað io lögfræðiskandídatar embættislausir og bráðlega sé von á 18 í viðbót, sem nú stunda nám við háskólann. En hvað hugsa þjóðræknisgasprararnir um slíkt. Eeir hugsa aðeins um að láta mannalega og æpa hástöfum: við verðum að eiga allar okkar mentastofnanir í landinu. En þeir gleyma að bæta við: þegar við höfum ráð á að gera þær svo úr garði, að þær verði landinu bæði til gagns og sóma. Hvort fénu til þeirra er vel eða illa varið, hugsa þeir minna um. Pað eru ekki þeir, sem eiga að borga það, heldur bændurnir íslenzku. En hugsanlegt er að önnur sparnaðartillaga í þessari grein næði fremur fram að ganga, sem sé um að afnema námsstyrkinn til lærða skólans og innleiða kenslugjald við hann, eins og títt er í öllum öðrum löndum. Sem stendur fá menn ekki aðeins alla kenslu kauplaust í skólanum, heldur er þeim beinlínis borgað fyrir að sækja hann, með námsstyrk og húsaleigustyrk. Hver er svo af- leiðingin? Sú, að miklu fleiri sækja skólann en þörf er á og holt fyrir þjóðfélagið. Ef einhver piltur sýnir góða hæfileika í upp- vextinum, þá þykir sjálfsagt að senda hann í lærða skólann og láta hann ganga embættisleiðina. Og svo er hann tapaður sauður fyrir allar aðrar stéttir landsins, sem ef til vill hefðu miklu fremur þurft á hæfileikum hans að halda og getað haft gagn af þeim. En þó er mjög undir hælinn lagt, að hann verði nokkru sinni embættismaður. Pví stúdentaframleiðslan er nú orðin svo langtum meiri en nokkurt viðlit er til að embætti geti fengið. Par sem hugsunarhátturinn er svo bágborinn, að læging þykir eða jafnvel óhæfa fyrir lærða menn að fást við nokkra líkamlega vinnu, þá verður afleiðingin í annan stað sú, að þeir, sem mestur dugur er í, leita að afloknu námi til útlanda og setjast þar að, en liðleskj-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.