Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 18
i8
tvennu: að losa landssjóð við þau gjöld, sem nú ganga úr hon-
til prestanna, en bæta þó jafnframt launakjör þeirra. Og eina
ráðið til þess virðist vera: að fækka prestum að mun.
Samkvæmt skýrslum um fólksfjölda á íslandi x. febr. 1801
vóru klerkar landsins þá 231, en nú eru þeir ekki nema 146 (að
prestaskólakennurunum meðtöldum, sem ekki vóru til 1801).
Petta hefur þá klerkum fækkað á 19. öldinni, án þess að sýnilegt
sé, að þjóðfélagið hafi beðið verulegan hnekki við það. En það
má óefað fækka þeim enn að miklum mun, steypa prestaköllun-
um svo saman, að þau verði ekki nema 100, í staðinn fyrir 142,
sem þau nú eru. Væri þá landssjóðstillaginu (nál. 28,000 kr.),
sem nú gengur til launa og eftirlauna presta, slept, þá yrði eftir
til launa handa þeim 142,000 kr., svo að laun 100 presta yrðu
til jafnaðar 1420 kr., og má það ekki minna vera. Pó mundu þeir
nú geta komist af með þessi laun, með því altaf má gera ráð
fyrir nokkrum aukatekjum og arð af búskap víðast hvar, ef þeim
væru trygð þau í peningum. En til þess verður einhver ráð að
finna og má gera ráð fyrir, að kirkjumálanefndin, sem nú er að
starfa að þessu, finni þau.
En hætt er nú við að sumir kunni að álíta þessa fækkun
prestanna of mikla. Prestaköllin yrðu of stór og örðug yfirferðar
og gæti því trúarlífinu verið hætta búin. Vér getum ekki verið
á þeirri skoðun, heldur ér oss næst að ætla, að óhætt væri að
fækka prestunum enn meir og bæta að sama skapi laun þeirra.
því í rauninni mættu þau varla minni vera en 1500 kr. til jafn-
aðar, ef þeim væri gért að skyldu að sjá ekkjum sínum borgið á
líkan hátt og aðrir embættismenn. En það álítum vér sjálfsagt,
því það er óhæfilegt, hvernig nú er farið með prestsekkjurnar.
Að því er fækkun presta snertir, viljum vér enn á ný biðja
menn að líta til granna okkar Færeyinganna. Hjá þeim hafa að
minsta kosti sumir prestarnir 7—8 kirkjum að þjóna, og ekki eru
samgöngurnar greiðari hjá þeim en oss. Og þó mun trúarlífið á
Færeyjum vera í fult eins góðu lagi eða reyndar betra, heldur en
hjá oss með allan okkar prestafjölda. Auðvitað eiga þeir ekki
kost á að hlýða á messugjörð á hverjum sunnudegi, en með því
meiri alvörugefni og guðrækni taka þeir þátt í guðsþjónustunni,
þegar þeir eiga hennar kost. Pað er því vísast að bæði fækkun
prestanna og breytingin á launakjörum þeirra yrðu til þess, að
glæða trúarlífið. Fækkunin mundi leiða til þess, að menn sæktu