Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 20
20
Niels Ryberg Finsen.
Fæddur 15. des. 1860. Dáinn 24. sept. 1904.
Island hefur á bak að sjá víðfrægasta niðja sínum, því NIELS
FINSEN var af íslenzkri ætt og af íslenzkum merkismönnum kominn.
Hann var fæddur í Þórshöfn á Færeyjum. Foreldrar hans voru:
Hannes Finsen amtmaður, sem seinna varð stiftamtmaður í Rípum,
og Johanne Formann, sem var ættuð frá Falstri. Afi hans var
Ólafur Hannesson Finsen yfirdómari, en langafi hans var Hannes Fins-
son Skálholtsbiskup sonur
Finns Jónssonar biskups,
sem aftur var sonur Jóns
Halldórssonar hins lærða
(f 1736). Föðurbræður
hans voru þeir hæstaréttar-
dómari dr. Vilhjálmur Fin-
sen, Óli Finsen póstmeist-
ari og Jón Finsen læknir
dr. med.; en Hilmar Fin-
sen landhöfðingi var sonur
afabróður hans Jóns Fin-
sens kansellíráðs.
Af öðrum merkismönn-
um lengra fram í ættinni
má nefna Loft hinn ríka.
Finsen kom 14 ára gam-
all til Reykjavíkur, gekk
þar í lærða skólann og út-
skrifaðist 1882 með ann-
ari einkunn; sigldi síðan til
háskólans og tók embættis-
próf í læknisfræði 1890
með annari betri einkunn
(haud Imi gr.) 1890—93
var hann aðstoðarkennari
í líkskurði við háskólann
og byrjaði á þeim árum
á ljósrannsóknum sínum.
1896 stofnaði hann með
hjálp tveggja merkismanna
(Hagemanns og Jorgensens) ljóslækningastofnun þá, sem síðan ber hans
nafn (Finsens tnedicinske Lysinstitut). Auk þess stofnaði hann 1901
sjúkrahús fyrir hjart- og lifrarveika. Hann var gjörður prófessor að
nafnbót, riddari af Dannebrog og sæmdur ýmsum útlendum heiðurs-
merkjum. Hann var heiðursfélagi í ýmsum vísindafélögum, svo sem:
Bókmentafélaginu, La société des medecins Russes de St. Petersbourg,
vísindafélaginu í Gautaborg, Berliner Dermatologische Gesellschaft og
NIELS R. FINSEN.